Skírnir - 01.01.1927, Síða 127
120
Tyrkja-Gudda.
ISkírnir
von um meiri frama en áður, því að örfáir íslendingar höfðu
þá átt kost á slíkri menntun. Ef allt hefði gengið að lík-
indum, hefði hann getað valið um stöður að loknu háskóla-
námi, hvort sem hann hefði kosið að verða klerkur eða
fornfræðingur. En forsjóninni líkaði það ekki svo að hafa.
Einmitt upp úr þessari skólavist byrjuðu raunir hans og
hrakningar fyrir alvöru.
Sumarið 1636 komu til Kaupmannahafnar 27 íslend-
ingar, er rænt hafði verið af Serkjum fyrir 9 árum, en voru
nú loks keyptir úr ánauð. Skip voru þá öll út farin og
hafði þetta fólk því veturvist í Höfn. Stjórninni var uggur
á því, að það væri orðið ryðgað í réttri trú eftir herleið-
inguna, og var Hallgrímur Pétursson fenginn til þess að
kenna því kristin fræði. Hann hafði þá tvo um tvítugt og
var að því kominn að ljúka stúdentsprófi. Meðal þessa
fólks var konan Guðríður Símonardóttir úr Vestmannaeyjum.
Eyjólfur Sölmundarson, maður hennar, var þá enn á lífi úti
á íslandi. Guðríður var fædd 1598 og var því 16 árum
eldri en Hallgrímur, komin fast að fertugu. Til þessarar
konu fekk Hallgrímur þann ástarþokka, að vorið 1637,
þegar hið hertekna fólk skyldi út fara, yfirgaf hann bæði
skólann og lærdóminn og fór með Guðríði hingað til lands,
Var hann púlsmaður hjá Dönum í Keflavík um sumarið,
Guðríður ól barn skömmu eftir að þau voru út komin.
Voru þau Hallgrímur þá fallin í frillulífsbrot, en stappaði
nærri meira óláni, því að það myndi hafa verið hórdómur,
ef svo hefði ekki viljað til, að maður Guðríðar hafði and-
azt um það leyti, sem barnið var getið. En svo var Hall-
grímur þá snauður, að samskota var leitað hjá sjómönnum
á Suðurnesjum að gefa fisk til þess að greiða sektina,
Nokkuru síðar gengu þau Guðríður í hjónaband.1)
Hér verður ekki frekar rakin æfisaga Hallgríms. Þau
Guðríður voru næstu 7 árin búðsetumenn og bjuggu við
fátækt mikla. Áttu þau að sögn lengst af heima í koti því,
er Baulufótur hét (nú Bolafótur) nærri Njarðvík. Árið 1644
1) Sjá æfisögu H. P. eftir síra Vigfús Jónsson i Hitárdal, fram-
an við Nokkur Ijóðmæli, Rvík 1885, IX—XII.