Skírnir - 01.01.1927, Page 128
Skirnir]
Tyrkja-Gudda.
121
var Hallgrímur vígður prestur til Hvalsness og gegndi því
kalli við ærna óhægð og lítinn orðstir. En 1651 fékk hann
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og tók þá virðing hans að vaxa
og rakna úr fjárhag háns, þó að óhöpp og langvarandi
sjúkleikur drægi síðar úr þeirri velgengni. Eftir lát síra
Hallgríms, 1674, var Guðríður áfram hjá Eyjólfi syni þeirra
á Ferstiklu, þangað til hann dó 1679. Þá fór hún að Saur-
bæ til síra Hannesar Björnssonar og þar dó hún í desem-
ber 1682, 84 ára að aldri.
III.
Um Guðríði, sem alþýða manna venjulega hefur nefnt
Tyrkja-Guddu, hafa gengið miklar sögur og flestar henni
til lítils lofs. Verður hér að líta yfir hið helzta, sem um
hana hefur verið skráð.
Gisli Konráðsson segir þá sögu, að Guðriður hafi verið
ambátt deyans í Algier og komið sér þar vel. Hafi syni
deyans fundizt svo mikið til um fegurð hennar, að hann
hafi viljað fá hennar, en það hafi þótt óhæfa og hafi hún
því verið látin til sölu. En að skilnaði hafi sonur deyans
gefið henni kápu sína til minja, gersemi mikla.1)
Það hefur verið í almæli, að Guðríður hafi verið lítt
fús að hverfa aftur til íslands og hafi verið orðin mjög
blendin í trúnni. Hafi hún haft með sér goð eitt frá Algier
og dýrkað það á laun, einkum meðan Hallgrímur flutti tíðir.
En einu sinni hafi hann komið henni á óvart, náð goðinu
og brennt það, og hafi hún verið honum allreið lengi síðan.2)
Það er og sagt til marks um guðleysi Guddu, að einu sinni
léti hún rífa hrís og flytja heim á sunnudegi, meðan prestur
embættaði. En eftir messu hafi hann gengið að hrískest-
inum og lysti þá eldi í hrísið fyrir bænastað hans, svo að
kösturinn brann til ösku.3)
Þegar síra Hallgrímur hafði ort tvo fyrstu sálmana út
af píslarsögunni, er mælt, að Gudda hafi náð í handritið
1) Gestur Vestfirðingur, V, 46—47.
2) Gestur Vestf., V, 69-79; Þjóðsögur J. Á„ I, 467; Huld, I, 51..
3) Gestur Vestf., V, 71—72; Þjóðsögur J. Á„ I. 467—68.