Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 129
122
Tyrkja-Gudda.
[Skírnir
og brennt það. Var það hvorttveggja, að henni »þótti það
lítill atvinnuvegur«, enda var yrkisefnið henni á móti skapi.
Fyrir þetta varð hlé á verkinu fyrir presti. Eru minjar þess
í upphafi þriðja sálmsins: Enn vil eg sál mín upp á ný
o, s. frv.1)
Sumir segja þó, að Hallgrímur missti skáldskapargáfuna
eftir að hann hafði lokið tveim fyrstu passíu-sálmunum, af
því að hann kvæði þá tófuna dauða (með vísunni: Þú sem
bítur bóndans fé). En algengara er að telja, að það yrði
fyrr, og hann ynni einmitt það heit að yrkja um pínu og
dauða frelsarans, ef hann fengi gáfuna aftur. Það hefur
verið litið svo á, að vísan um tófuna (sem stundum er
sagt, að hann hafi kveðið á prédikunarstólnum) hafi verið
slíkum guðsmanni ósamboðin, enda er því oft kennt um,
að Gudda hafi lengi skapraunað honum og brýnt hann,
áður en hann kvað hana.2)
Sumarið 1662 brann bærinn í Saurbæ til kaldra kola.
Síra Hallgrímur lá við á engjum með vinnufólki sínu, en
Guðríður var heima. Þar brann inni förukarl sá, er Ólafur
hét og var kallaður skozkur. Síra Vigfús í Hítardal segir
svo frá viðskiftum þeirra: »Hafði Ólafur beðið Guðríði að
gefa sér skæði á fæturna, en hún synjaði honum þess og
kvað þau ei til vera. Ólafur strax uppi, svaraði af illu geði,
og sagði það skyldi þar eftir brenna sem það væri til.
Hún einnig sögð stygglynd, svo sem einnig fleira af því
hertekna fólki hafði verið, ansaði honum og sagði, að til
væri vinnandi, ef hann brynni inni með. Og sannaðist hið
fornkveðna: það enginn veit, á hverri stundu mælir.«3)
»Til þessara fáryrða og forbæna Ólafs og Guddu er sagt,
að síra Hallgrímur líti í 9. versi í 28. passíu-sálminum, þar
sem hann segir:
. . . Athugagjarn og orðvar sért,
einkum þegar þú reiður ert,
1) Gestur Vestf., V, 79; Þjóðsögur J. Á., I, 467.
2) Æfisaga H. P. eftir síra Vigfús Jónsson, XXXIX—XL; Gestur
Vestf., V, 71, 79; Þjóðsögur J. Á., I, 466-67.
3) Æfisaga H. P„ XXIII.