Skírnir - 01.01.1927, Síða 130
Skírnir]
Tyrkja-Gudda.
123
formæling illan finnur stað,
fást mega dæmin upp á það.«')
Síra Vigfús er ekki einn til frásagnar um það, að Gudda
hafi verið stygglynd. Jón frá Grunnavík segir: »Hún var
hin mesta gribba og trássaði iðuglega mót honum, svo
hann hafði þar stórt böl af.«1 2) Gísli Konráðsson segir:
»Jafnan þótti hún geðstirð og óþýð lengstum, ella væri
blíðlæti hennar um of.«3) Hallgrímssteinn er skammt frá
Saurbæ. Því örnefni fylgir sú saga, að þar hafi prestur
oft setið og ort, því að heima á staðnum hafi honum varla
verið vært fyrir Guddu.4)
Það er ekki ótítt, þótt undarlegt réttlæti megi kalla,
að konur þeirra manna, sem verða átrúnaðargoð heilla
þjóða, gjalda þess í munnmælum og er fundið allt til for-
áttu. Eftir á þykir slíkum mönnum óvíða hafa verið full-
kosta, enda koma yfirburðir þeirra oft betur fram í öðru
en að velja sér konur. Þarf hér ekki annað en minna á
slík dæmi sem Sókrates og Xanþippu, Gunnar og Hallgerði,
Goethe og Christíönu. Nú er það bersýnilegt, að allar þjóð-
sögur um síra Hallgrím stefna að því að gera sem mest
úr raunum hans. Með því móti varð æfisaga hans ekki
einungis áhrifameiri til frásagnar, heldur urðu sálmar hans
því meira virði, sem hann sjálfur hafði staðizt meiri eld-
raunir með tilstyrk trúarinnar. Það er ekki nema bein af-
leiðing af þessu, að alþýðu manna hefur ekki þótt Hall-
grímur nógu hvítur, nema Gudda væri svört eins og bik.
En í þjóðsögunum er oft sannleikur og ímyndun svo
saman ofin, að miklum vandkvæðum er bundið að greiða
þau sundur. Það er ekki nóg að benda á, að flestar sög-
urnar um Guddu sé i letur færðar löngu eftir hennar dag.
Það getur verið mikið til í þeim fyrir því. En hér vill þó
svo vel til, að um sum atriðin er hægt að dæma. Það er
kunnara en frá þurfi að segja, að Múhameðstrúarmenn eru
1) Þjóðsögur J. Á„ I, 474—75.
2) J S 96 4to.
3) Gestur Vestf., V, 70.
4) Huld, I, 51.