Skírnir - 01.01.1927, Page 131
124
Tyrkja-Gudda.
[Skirnir
frábitnari allri myndadýrkun en nokkur annar trúarflokkur.
Þeir hafa litið svo á, að í kóraninum væri bannað að gera
myndir af lifandi verum. Hefur sú skoðun mótað alla list
þeirra. En á íslandi hefur mönnum þótt sjálfsagt, að Tyrkir
blótaði skurðgoð eins og »aðrir heiðingjar«! Jafnvel síra
Hallgrímur Pétursson er ekki betur að sér en svo, að hann
kveður í Flóres rímum og Leós (XVII, 39—40):
Tekur siðan milding móðr
Múments1) goðið ljóta,
hrekur viða yfrið óðr,
ætlar sundur brjóta.
Breiða hausinn felldi frá
Fjölnis2) gylltri myndu
leiða fausinn3) óra á,
illri haldinn blindu.4)
Hefði þó kona hans átt að geta frætt hann um þetta
atriði. En ef til vill hefur hún verið sagnafá um dvöl sína
þar syðra yfirleitt. Vitanlega er ekki óhugsandi, að Guð-
ríður hafi haft með sér einhvern fáséðan smáhlut úr her-
leiðingunni, sem fólk hafi litið til grunsemdaraugum. En
sagan um skurðgoðið sýnir álíka þekkingu á serkneskum
háttum og sagan um son deyans, sem vildi taka ambátt
föður síns sér fyrir eiginkonu!
Frásagan um bæjarbrunann í Saurbæ ber að vísu Guð-
riði ekki mjög illa söguna, enda væri það kynlegt, þar
sem hún að öllum likindum hefur verið ein til frásagnar
um viðskifti þeirra Ólafs skozka. Er það jafnvel næsta
ótrúlegt, að hún hafi hermt sín eigin orð á þann hátt, sem
sagan segir. Og hitt er víst, að ekkert vers úr passíu-
sálmunum getur átt við þennan atburð, því að eiginhand-
arrit síra Hallgríms af sálmunum, sem enn er til (J S 337 4to)
er skrifað í maí 1661, rúmu ári áður en bærinn brann 1
Saurbæ.
1) o: Múhameðs.
2) 0: Oðins, djöfulsins (= Múhameðs).
3) Faus = fausi (fóli).
4) Tekið eftír ÍB 252 4to.