Skírnir - 01.01.1927, Page 136
Skirnir]
Tyrkja-Gudda.
129’
maður Vídalín átti kver með sálmum og visum síra Hall-
gríms, er Eyjólfur hafði ritað.1) Var það orðið svo lasið
og rotið, að það varð ekki lengur geymt, en lögmaður lét
rita eftir því, þó að nú verði því miður ekki rakin eftirrit
til þess handrits. Eyjólfur hefur þá auðsjáanlega verið
skrifari föður síns síðustu ár hans, eftir að líkþráin hafði
skert sjón hans og handstyrk. Hann getur þess beint í
bréfi til Þormóðar Torfasonar, frá 9. júlí 1671, að hann
láti rita það fyrir sig.2 3) Eyjólfur hefur ritað andlátssálma
hans eftir honum deyjandi og auðsjáanlega kunnað að
skilja, hvílíkur maður faðir hans var. Vafalaust hefur Hall-
grímur sjálfur kunnað að virða það við konu sína, að hún.
ól honum góð börn og gervileg.
Guðríður hafði ekki farið varhluta af raunum og tor-
færum veraldarinnar. En lífsþrótturinn hefur verið frábær..
Hún lifði menn sína tvo og börn sín öll. Síðustu ár æfi
sinnar var hún hjá síra Hannesi Björnssyni í Saurbæ. Það
vitum vér síðast frá henni að segja, að síra Hannes færði
nafn hennar inn í Ártíðaskrá sína við 18. desember: Guð-
ríðr Símonsdóttir 1682, æt. 84.:t) Hún stendur þar milli
þeirra síra Sveins Símonarsonar (hann dó sama mánaðar-
dag 1644) og síra Eyjólfs Jónssonar i Lundi og Odds biskup
Einarssonar. Síra Hannes hefði ekki sett nafn hennar í skrána,,
innan um nöfn þeirra manna, sem hann mat bezt, nema
hann hefði talið hana merkiskonu.
V.
Hér hefur einungis verið reynt að ryðja burt röngum
hugmyndum, til þess að ímyndunin væri frjálsari um það,.
sem mestu máli skiftir í sambúð þeirra Hallgríms og Guð-
ríðar. Fyrr eða síðar verða þau einhverju skálda vorra
að yrkisefni, og ætti þó enginn að leggja gálauslega hend-
ur að slíkri sögu, svo að síðari villan verði ekki verri en
hin fyrri. Eg skal ekki reyna að fylla það skarð, sem eg
1) Sjá J S 272 og 569 4to.
2) Andvari, 1913, 60.
3) íslenzkar ártiðaskrár, 197.
9