Skírnir - 01.01.1927, Síða 137
130
Tyrkja-Gudda.
[Skírnir
hef höggvið í þjóðsögurnar um Tyrkja-Guddu, með nýjum
skáldskap. En samt get eg ekki hjá því komizt að lýsa í
fám orðum, hver muni hafa orðið áhrif hennar á þroska
Hallgrims.
Þegar þau kynnast, er hann óreyndur skólasveinn á
örgerðasta aldri, þyrstur í ásþr og æfintýri. Hún er full-
þroska kona á ástríðumiklu skeiði, sólbrennd og sólverind,
snortin af serkneskum munaði. Hún fór eldi um huga hans,
eins og höfugt, suðrænt vin. Hann minnti hana á svalann
af Eyjafjallajökli, sem hún hafði þráð í hitasvækju Afríku
um 9 ár. Frá henni hefur komið fyrsta leiftrið í augunum,
fyrsta brennandi handtakið. Og bæði hafa þau haldið, að
það væri ekki nema leikur. En það varð gamla sagan um
leikinn að eldi. Óðar en varði luku logarnir um þau, svo
að allt annað hvarf sýn. Guðríður gleymdi, að hún var á
leið heim til manns síns. Hallgrímur varpaði frá sér allra
manna hylli, nema hennar, öllum öðrum vonum. Hann
reyndi það sjálfur að eta hinn forboðna ávöxt af skilnings-
trénu góðs og ills og verða síðan landflótta og flakkandi
á jörðinni. Slík raun er ómetanleg, þegar hún fellur þeim
í skaut, sem sjálfur er ekki meðalmaður. Hallgrímur hefur
fyrst í stað verið eins og vax í höndum Guðríðar. En
smám saman áttaði hann sig, melti þessa nýju reynslu, óx
út yfir hana. Þá er hann orðinn fullþroska maður.
Vorið 1637, þegar þau Guðríður halda heimleiðis til
íslands, yrkir Hallgrímur fyrsta sáhn sinn, sem tímasettur
verður, ferðasálminn: Ég byrja reisu mín. Þar segir
hann:
Þú skalt í allri nauð
ætið vera minn guð,
þér vil eg þjóna, trúa
og þakkargerð tilbúa.
Jesús mér fylgi i friði
með fögru engla liði.
Síðasta sálm sinn yrkir hann 37 árum síðar á bana-
sænginni. Hann hefst á þessa leið: