Skírnir - 01.01.1927, Side 139
Upton Sinclair
Og
auðvaldið í Bandaríkjunum.
Eftir Einar H. Kvaran.
í júlímánuði 1925 var ég staddur á nokkuð fjölmenn-
um fundi hjá lækni einum í borginni Los-Angelos í Cali-
forníu. Við hliðina á mér sat kona, sem ég þekkti ekki..
Til þess var ætlazt, að fundarmenn rituðu allir nöfn sín í
bók, sem hver rétti öðrum. Konan, sem ég hefi minnzt á,
ritaði nafn sitt næst á undan mér. Nafnið var Mrs. Upton
Sinclair.
Ég fór að verða forvitinn. Var þetta kona hins heims-
fræga rithöfundar, eða átti maður hennar aðeins samnefnt
við þann mann? Ég spurði hana að því, og hún sagði, að
rithöfundurinn væri maðurinn sinn.
Við áttum nokkurt tal saman. Meðal annars minntist
ég á bók Sinclairs um háskólana í Bandaríkjunum, »The
Goose-step«; og ég lét þess getið, að ég hefði nýlega
lesið bókina. Ég tók það fram, að mér hefði liðið hálf-
illa, meðan ég var að lesa hana — mér hefði fundizt það
svo ískyggilegt, sem bókin skýrir frá. »Þér getið reitt yð-
ur á það«, sagði frúin, »að fleirum hefir liðið illa en yður
við lestur þeirrar bókar. Þeir eru ekki svo fáir, háskóla-
kennararnir, sem hafa sagt af sér embættum, af því að
þeim fannst þeir ekki geta í þeim setið, eftir að flett hafði
verið ofan af því, sem bókin gerir að umræðuefni. Og frá-
leitt hefur þeim liðið vel«. Líka bar það á góma, að Upton
Sinclair væri eftirlætis-rithöfundur sonar míns, sem væri
prestur. Frúin taldi það merkilegt, því að þeir mundu
ekki vera svo margir, prestarnir, sem hefðu miklar mætur