Skírnir - 01.01.1927, Síða 143
136
Upton Sinclair og auðvaldið í Bandaríkjunum. [Skirnit
eins af helztu tímaritunum, sem var talið frjálslynt. Svo
að hann samdi ritgjörð um sumt af því, sem hann vissi
að var að gerast í niðursuðuverksmíðjunum í Chicago. Og
hann færði ýmsar sönnur á það, að hann væri ekki að
fara með hégóma.
Ritstjórarnir tóku honum vel. En þeir kváðust þurfa
að fá enn frekari og áreiðanlegri vitneskju, áður en þeir
legðu út í það stórræði að hefja ófrið gegn svo voldug-
um mönnum. Svo að þeir sendu fulltrúa sinn til Chicago,
til þess að komast að sannleikanum. Fulltrúi þeirra naut
mikillar gestrisni hjá eigendum niðursuðuhúsanna, kom aft-
ur og skýrði frá því, að allar ásakanir Sinclairs væru ýkj-
ur og flestar með öllu tilhæfulausar. Tímaritið vann eftir
það kappsamlega að því að spilla fyrir Sinclair og þess-
lím málstað hans.
Síðar, þegar sannleikurinn var kominn í ljós og Sinclair
orðinn heimsfrægur maður, einmitt fyrir þetta mál, færði
einn af vinum hans það í tal við annan ritstjórann, hvernig
tímaritið hefði farið með Sinclair. Ritstjórinn brosti. »Við
veðjuðum á þann hestinn, sem aftur úr varð«, sagði hann.
»Sannleikurinn var sá«, segir Sinclair í einni af bókum sin-
um, »að hann hafði veðjað á gullhestinn, hestinn, sem kom
til skrifstofu hans klyfjaður heillar síðu auglýsingum um
niðursuðuvörur«.
Nú var eftir að koma sögunni út sem sjálfstæðri bók.
Eitt mesta bókaútgáfufélagið hafði um það samið. En þeg-
ar til kom, vildi það fá breytingar, fór fram á að strikuð
væru út hroðalegustu atriðin, hélt því fram, að bókin
mundi fá tíu sinnum fleiri kaupendur, ef þeim væri sleppt.
Sinclair bar þetta undir nafnkenndan amerískan rithöfund.
Hann svaraði: »þú ert að segja frá þvi, sem enginn getur trú-
að. Ég hefi þá reglu í mínu starfi að segja ekkert, sem ekki
er unnt að fá menn til að trúa, jafnvel þó að það sé satt«.
Sinclair var ófús til að breyta bók sinni. Hann fór til
fjögra annara bókaútgefenda. En ekkert gekk. Hann fór
að hugsa um að koma bókinni út sjálfur, en vantaði fé til
þess. Þá ritaði hann Jack London, sem var vinur hans