Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 144
Skirnirj Upton Sinclair og anðvaldið í Bandarikjunum. 137
og fljótur til liðsinnis. Fyrir grein, sem Jack London skrif-
aði í eitt jafnaðarmanna-blaðið, söfnuðust 4000 dollarar á
tveimur mánuðum. Einhver stakk upp á enn einu forlag-
inu, og hann sendi því ritið. Forstöðumaðurinn sendi eftir
honum. í firmanu voru ungir gróðamenn, sem þóttust sjá,
að bókin væri gróðavænleg og vildu fyrir hvern mun ná
í hana. Forstöðumaðurinn var garnall maður og varkár
og hann vildi vita vissu sína um það, að hvert orð í bók-
inni væri satt. Svo að hann spurði Sinclair vandlega.
Nú leið eitthvað fram undir hálfan mánuð. Þá var
hann aftur kvaddur á fund eins af forstjórunum. Hann
kvaðst hafa leyft sér að senda bókina til vinar síns í
Chicago, ritstjóra eins stórblaðsins þar, Keeley að nafni.
Og nú var kornið bréf frá þessum ritstjóra. Hann sagðist
hafa sent bezta fréttaritara sinn, einkar áreiðanlegan mann,
til þess að rannsaka málið. Og nú væri skýrslan komin,
32 vélritaðar blaðsíður. Þar væru teknar til athugunar
allar staðhæfingar bókarinnar um ástandið í kjöthúsunum,
og þeim væri öllum neitað.
Sinclair hélt því fram, að þessi skýrsla væri ekki af
ráðvendni samin. Hann benti forstjóranum á það, að ef
þeir vildu fá að vita sannleikann, þá yrðu þeir að senda
til Chicago fulltrúa, sem engum væri háður, nema þeim
sjálfum og þeir gætu fyllilega reitt sig á. Firmað féllst
á þetta og sendi ungan lögfræðing. Hann var nokkurn
tíma í Chicago, og þegar hann kom aftur, skýrði hann frá
því, að Sinclair segði allt satt í bók sinni. Og eitt af því,
sem hann fékk að vita, var það, að umboðsmaður kjöt-
jarlanna hefði samið skýrslu þá, sem Keeley hafði sent.
Nú kom sagan út í bókarformi hjá þessu útgáfufélagi.
Salan varð óhemju-mikil, ekki aðeins í Bandaríkjunum, held-
ur líka í Stórabretlandi og nýlendum þess, og hún var lögð
út á 17 tungumál. Og auk þess varð hún tilefni til voða-
legra deilna.
Ýmsir ritfærustu menn auðvaldsins drógu taum kjöt-
jarlanna. Sinclair ofbauð með öllu misþyrmingarnar, sem
sannleikurinn varð fyrir. Um ritgjörð þá, er hann samdi,