Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 145
138
Upton Sinclair og auðvaldið i Bandarikjunum. jSkírnir
nú, hefur það verið sagt, að hún sé ein af þeim ramm-
efldustu ádeilugreinum, sem birzt hafa. Hann kom henni
inn í eitt tímaritið í New York. Þar voru meðal annars
eiðfestir vitnisburðir manna, sem höfðu verið látnir selja
kjöt, er dæmt hafði verið óhæft til manneldis. Sagan var
sögð af því, hvernig kjötjarlarnir hefðu mútað þessum
mönnum til þess að taka játningar sínar aftur. Og skýrsl-
ur voru þar frá embættismönnum rikisvaldsins um játn-
ingar kjötjarlanna um, að þeir hefðu selt skennnda fæðu.
Slikum og þvílikum staðreyndum var hrúgað saman í rit-
gjörðinni, sem var rituð af hvítglóandi vandlætingu.
Sinclair hafði enn ekki fengið meiri reynslu en svo,
að hann bjóst við, að blöðin mundu ræða þessa ritgjörð,
að minnsta kosti ásakanirnar. í stað þess var nú nær
því alger þögn um málið. í einstaka blaði var hann hædd-
ur sem ungt skáld, er í fyrsta sinn hefði komið í slátur-
hús og uppgötvað það sér til skelfingar, að blóð væri inn-
an í skepnum, og var hann fræddur um það, að sláturhús
væri ekki leikhús. Einstöku blöð skömmuðu hann fyrir að
vera að moka upp óhróðri um náunga sinn. En yfirleitt
var þögn.
»Ég var ráðinn í því að fá eitthvað gert útaf hinum
fcrdæmda kjötiðnaði«, segir Sincair, í einni bók sinni1). »Ég
var ráðinn í því að fá eitthvað gert útaf hinum hryllilegu
kjörum, sem karlar, konur og börn áttu við að búa í slátr-
unarhúsunum í Chicago. í viðleitni minni við að fá eitt-
hvað gert var ég eins og dýr í búri. Stangirnar í þessu
búri voru blöðin, sem stóðu milli mín og alþýðu manna.
Innan í þessu búri ráfaði ég fram og aftur, reyndi á hverja
stöngina eftir aðra, og komst að raun um það, að enga
þeirra var unt að brjóta. Ég skrifaði ritstjórum blaðanna;
ég leitaði til manna í opinberum stöðum; ég réð mér auka-
skrifara og hélt uppi reglulegri fréttastofu á heimili minu«.
Nú vildi honum það til, að hann þurfti að athuga
skýrslu um rannsókn, sem fram hafði farið í sambands-
1) The Brass Check, bls. 29.