Skírnir - 01.01.1927, Síða 146
Skirnii] Upton Sinclair og auövaldið i Bandarikjununi. 139
þinginu, um gæði niðursoðins kjöts, er kjötjarlarnir í Chi-
cago höfðu lagt Bandaríkjunum til í ófriðinum við Spán-
verja. Þar stóð að Theodore Roosevelt hefði borið þetta
sem vitni: »Ég hefði verið eins fús á að eta gamla hatt-
inn minn«. Og nú var Roosevelt forseti Bandaríkjanna.
Sinclair réð af að leita hans.
Forsetinn þekkti bók Sinclairs, og skrifari hans sagði
Sinclair síðar, að Roosevelt bærust hundrað bréf á dag
um hana. Roosevelt skrifaði nú Sinclair og kvaðst hafa
lagt fyrir stjórnardeild búnaðarmálanna að hefja rannsókn.
Sinclair svaraði aftur, að það væri gagnslaust, því að
sumar ásakanir hans væru á hendur þeirri stjórnardeild. Ef
hann vildi fá að vita sannleikann, yrði hann að fá sjálfstæða
skýrslu. Roosevelt skrifaði Sinclair, að hann skyldi koma til
Washington. Þeir ræddu svo málið saman nokkurum sinn-
um, og Roosevelt sendi tvo trúnaðarmenn sína til Chicago
til þess að rannsaka málið »með leynd«. Þremur dögum
eftir að þessi ályktun var gerð, fékk Sinclair bréf frá manni
í sláturhúsunum um það, að þessi ráðstöfun forseta væri
á allra vitorði þar, og að nú væri alt í uppnámi útaf þrifn-
aðarráðstöfunum til þess að taka á móti rannsóknarmönn-
unum.
Roosevelt vildi láta Sinclair sjálfan fara með fulltrú-
um sínum til Chicago. Hann átti þá svo annríkt, að hann
gat það ekki. En hann fékk hjón, sem voru vinir hans, til
þess að fara í sinn stað og greiddi kostnaðinn sjálfur.
För þeirra kom að litlu haldi. Þau höfðu leynilögreglumenn
kjötjarlanna á hælum sér, hvert sem þau fóru, og verka-
mennirnir vissu það allir, að hver maður yrði sviftur at-
vinnu, ef hann sæist koma nærri rannsóknarmönnunum.
Nú fóru að koma símskeyti frá Washington til blað-
anna um það, að rannsóknin mundi fremur snúast gegn
Sinclair en kjötjörlunum. Og að lokum birtist í einu Chicago-
blaðinu ritgjörð, undirskrifuð af ritstjóra eins Washington-
blaðsins, sem talinn var náinn vinur Roosevelts. Þar var
nákvæmlega frá því skýrt, að forsetinn hefði stofnað tif
rannsóknarinnar, og að það væri fyrirætlun hans að fletta