Skírnir - 01.01.1927, Síða 148
Skirnir] Upton'Sinclair og auðvaldið i Bandarikjunum. 141
andi samþykki verið falið að birta árangurinn, þó að ekki
væri það í embættisnafni gert. Hér var um þjóðmál að
ræða, er var óvenjulega mikilvægt fyrir alþýðu manna. Samt
neitaði fréttastofan að senda blöðunum þá vitneskju, sem
hér var um að tefla. Svo vandlega var þessi grein auð-
valdsins vernduð.
En nú kom ágirndin til sögunnar og barg málstað
Sinclairs. Þegar hann komst ekki þá leið, sem sjálfsögðust
var, gegnurn fréttastofuna, leitaði hann til eins af auðvalds-
blöðunum í New York. Hann kom á skrifstofu blaðsins kl.
10 að kveldi. Ritstjórarnir sáu þegar, að nú var málið
komið í gróðavænlegt horf. Sinclair segir, að eftir þeim
kynnum, sem hann hafi haft af því blaði síðar, hafi hann
oft efast um, að frásagan hefði komið þar, ef ritstjórarnir
hefðu haft sólarhring til þess að hugsa sig um, og fulltrú-
ar kjötjarlanna hefðu getað náð tali af þeim. En þeir höfðu
ekki nema tveggja stunda frest. Sinclair var settur inn í
sérstakt herbergi með tveimur leiknum hraðriturum. Hann
talaði við þá til skiftis, fáeinar mínútur i einu við hvorn,
og með þessum hætti var ritgjörðin samin á einni klukku-
stund, eða þar um bil. Kl. 1 um nóttina var blaðið komið.
í prentvélina með frásögnina á fyrstu blaðsíðu, og hún,
náði yfir nær því alla aðra blaðsíðuna.
Nokkuð þótti Sinclair það kynlegt þá, hverja grein.
blaðið gerði fyrir þessari merkilegu frétt sinni. Sinclairs var
ekki getið með einu orði. Blaðið kvað einn af fréttariturum
sínum í Washington hafa reynzt svo slyngan að hafa náð
í þetta. Síðar segist hann hafa komizt að raun um, að þetta
sé algeng blaðabrella. Til dæmis að taka getur hann þess.
að hann hafi verið staddur í Pasadena, þegar jafnaðarmenn
tóku við völdunum í Þýzkalandi eftir ófriðinn mikla. Þá
kom maður frá einu blaðinu þar, til þess að fræðast af
honum um mennina, sem voru i hinni nýju stjórn Þjóð- _
verja. Sá fróðleikur var birtur daginn eftir sem símskeyti
írá Kaupmannahöfn.
Blaðið í New York hélt áfram marga daga að prenta
það, er Sinclair fræddi það um. Það gerðist sjálft frétta- .