Skírnir - 01.01.1927, Page 149
142
Upton Sinclair og auðvaldið í Bandaríkjunurn. [Skírnir
stofa áhrærandi þetta mál, seldi vitneskju sína sæg af öðr-
um blöðum. Það græddi auð fjár á þessu. En það greiddi
Sinclair aldrei nokkurn dollar. Hann segist ekki heldur
hafa við því búizt. En hann kveðst geta þess til þess að
sýna, hvernig jafnvel umbóta- og mannúðarstarfið sé not-
að sem gróðalind. Ekki segir hann, að þetta sé eina verkið
af þessu tæi, sem hann hafi unnið, án þess að fá neina
borgun fyrir, heldur skifti þau verk hundruðum. Samt lesi
hann stöðugt í blöðunum ásakanir um það, að hann geri sér
það að gróðavegi að bera sakir á menn, og aðdróttun um
það hafi hann jafnvel lesið í þessu New York-blaði, sem
græddi mest á honum.
Roosevelt hafði vonað að fá frumvarp sitt um um-
sjón með kjötsölu samþykkt, án þess að þurfa að birta
skýrslu rannsóknarnefndar sinnar. En kjötjarlarnir og á-
hangendur þeirra í sambandsþinginu börðust gegn þessu
nýmæli með hnúum og hnefum. Svo að skýrslan var að
lokum birt og olli afskaplegri æsingu í hugum manna.
Kjötjarlarnir virtust eiga hvert bein í landúnaðarnefndum
sambandsþingsins. Öllum fulltrúum þeirra var veitt hin vin-
gjarnlegasta áheyrn. Með fulltrúa forsetans var farið eins
og þeir væru glæpamenn. Sinclair símaði formanni nefndar-
innar og fór fram á að mega bera vitni fyrir nefndinni.
Honum var neitað um það. Meðan á þessari baráttu stóð,
voru skriftir hans svo miklar, að hann fékk sér þrjá hrað-
ritara og sjálfur vann hann 20 stundir í sólarhring. Ekki
segist hann ávallt hafa getað sofið þær 4 stundirnar, sem
þá voru afgangs. Hann ritaði blaðagreinir, sendi símskeyti,
og tvisvar á dag, kvölds og morguns, kom fjöldi af blaða-
mönnum til þess að tala við hann. Nú höfðu blöðin fengið
óhemjulega ágirnd á greinum frá honum, og hann segir
hinar kynlegustu sögur um samkeppni þeirra í því efni.
Fulltúar kjötjarlanna unnu að miklu leyti sigur í sam-
bandsþinginu. Öll þau fyrirmæli frumvarpsins, sem mest
gagn hefði getað orðið að, voru numin burt, og Roosevelt
sá sér ekki annað fært en að staðfesta lögin, þó að þau
væru lemstruð. Sinclair var sáróánægður. En það þótti