Skírnir - 01.01.1927, Page 150
Skímlr] Upton Sinclair og auðvaldið í Bandarikjunum. 143
honum sárast að ekkert var gert til þess að bæta kjör
verkafólksins. Þá hliðina á málinu hafði hann borið rikara
fyrir brjósti en nokkuð annað. Hann kvartaði undan þessu
við Roosevelt. Og forsetinn svaraði honum því, að hann
hefði vald til þess að ráða bætur á vörusvikunum, en
ekkert vald til þess að ráða fram úr hinu vandamálinu.
Umbæturnar í niðursuðuverksmiðjunum urðu ekkert annað
en kák. Menn vissu það ári síðar, en það sannaðist
10 árum síðar, á ófriðarárunum. Þá fór fram rannsókn af
nýja af hálfu sambandsvaldsins. Og vitneskjan, sem þá
fékkst, var hryllileg.
Ég hefi fjölyrt tiltölulega mikið um þetta mál. Samt
er þetta ekki annað en stutt og ófullkomið ágrip af sög-
unni. Því nákvæmar sem hún er sögð, því lærdómsríkari
er hún til skilnings á valdi auðsins í Bandaríkjunum ann-
ars vegar og hins vegar á hinni ástríðuþrungnu baiáttu
Sinclairs gegn þvi valdi. En þessi kjötmáls-saga er aðeins
ein af mörgum samskonar sögum úr lífi hans.
Ég. hefi tekið þetta ágrip úr bók hans »The Brass
Check«. í sömu bókinni er önnur saga um afskifti hans af
kolamálinu mikla í Colorado. Ein af hans frægustu skáld-
sögum, »King Coal«, er rituð út af þeim atburðum, sem
þar gerðust. Þegar Sinclair fór að fást við málið, var verk-
fall komið í kolanámunum í Colorado, sem Rockefeller átti.
Námamenn höfðust við i tjöldum með fjölskyldur sinar.
Árás hafði verið gjörð á þá, þeir höfðu verið barðir, og
líka hafði verið skotið á þá. Þar á eftir hafði verið gjörð
skothríð á þá með vélbyssum, tjöld þeirra höfðu verið
brennd og þrjár konur þeirra og fjórtán börn höfðu týnt
lífinu. Blöðin gátu ekki um þessi tíðindi.
Á samkomu í New York var skýrt frá þeim í viður-
vist 3000 manna af sjónarvottum. Blaðamenn voru þar
viðstaddir. Eitt jafnaðarmannablað sagði morguninn eftir,
frá hverju skýrt hefði verið. Annað blað minntist á sam-
komuna í tveggja þumlunga smágrein. í engu öðru blaði
var minnst á þetta með einu orði.
Sinclair var kunnugur í þessum námuin. Og hann undi