Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 151
144 Upton Sinclair og auðvaldið i Bandarikjunum. [Skírnir
þessu ekki. Sagan um baráttu hans fyrir því að fá talað'
um málið og áð fá fram sannleikann í því er eins og safn
af nokkurskonar æfintýrum. Ég get ekki sagt þá sögu
hér — læt mér nægja að geta þess, að Sinclair var hvað
eftir annað fangelsaður, án þess að hafa nokkur lög brotið,.
og að sú tilhæfulausa fregn var send blöðunum, frá frétta-
stofunni, sem ég hefi áður nefnt, að frú Sinclair hefði verið
hneppt í fangelsi fyrir óspektir á strætum úti. Fyrir þessa
fygasögu gjörði faðir frúarinnar hana arflausa — og Sin-
elair tókst ekki að fá dóm yfir fréttastofunni. Svívirðing'
arnar, sem á honum dundu, voru gegndarlausar.
Bókin, sem ég hefi nokkrum sinnum nefnt hér að
framan, »The Brass Check«, er um blaðamennskuna í Banda-
rikjunum. Þar kennir auðvitað margra grasa, en öll er hún
samin með hliðsjón á því, hvernig blöðin hafa reynzt.
Menn geta nokkuð ráðið i það, hve mjúkhentur höfundur-
inn muni vera, eða hitt þó heldur, á því, að hann lét
merkan lögfræðiug lesa handritið, áður en bókin var gefin
út, og hann sagði honum, að í henni væru 50 saknæm
(criminal) meiðyrði og 1000 tilefni til einkamálshöfðunar
(civil suits) — ef hann gæti ekki sannað sakargiftirnar.')
Ekkert mál var höfðað gegn honum, og það virðist benda
á, að örðugt sé að hagga við staðhæfingum hans.
Aðalstaðhæfing hans um blöðin er sú, að þau séu í
þjónustu auðvaldsins. Hann sýnir fram á það í löngu og
rækilegu máli, hvernig þetta hefir í raun og veru ekki get-
að annan veg farið, eftir því sem fjármálum Bandaríkjanna
sé háttað. Nú er svo komið, að yfirráðin yfir auð Banda-
ríkjanna eru í höndunum á eitthvað 20 mönnum. »Vér töl-
um í Bandaríkjunum«, segir hann, »um stálkonunga og
kolabaróna og lávarða hveitis og oliu og járnbrauta, og
vér gerum oss ef til vill í liugarlund, að vér séum þá að
tala líkingamáli; en sannleikurinn er sá, að mennirnir, sem
vér eigum þá við, skípa alveg samskonar stöðu í iðnaðar-
heiminum, eins og Loðvík 14. skipaði í stjómmálunum, sá
er sagði, að hann væri ríkið«.
1) »The Goslings«, bls. 436.