Skírnir - 01.01.1927, Síða 152
Skirnir] Uplon Sinclair og auðvaldið i Bandarikjunum. 145
Eini munurinn á viðskifta-veldinu og veldi Loðvíks 14.
segir höfundurinn sé sá, að jafnhliða viðskifta-veldinu sé hald-
ið uppi lýðveldi í stjórnmálum. Til þess að gera stjórnmála-
veldið undgefið sér haldi iðnaðarvaldið uppi tveimur stjórn-
málaflokkum, sem keppi hvor við annan, leggi fram miljón-
ir af dollurum til þessara »stjórnmálavéla«, sem hann nefn-
ir svo. Baráttan milli þessara flokka séu í raun og veru
ekki annað en látalæti, því að báðir hafi þeir sama mark-
miðið: að efla auðvaldið. Og eitt af verkfærunum, sem
iðnaðarvaldið notar til þess að ráða við stjórnmálavaldið,
er blaðamennskan.
Og nutiðarblað er orðið afar-dýr og margþætt stofnun.
Blaðamennskan er orðin óþekkjanleg frá þvi, sem hún áð-
ur var, þegar einhver prentari gat sett sig niður með hand-
pressu, gefið út fregnir um þá smáviðburði, er gerðust í
þorpinu, sem hann átti heima í, og svo fetað sig áfram
með blaðsnepil sinn smátt og smátt. Nú vilja menn fá
fregnir af því, sem gerzt hefir hér og þar um heiminn síð-
ustu stundirnar. Það kostar stórfé að mega flytja þessar
fréttir. Það er ókleift nema með sæg af kaupendum, og
til þess þarf dýrar vélar, stórkostlegt húsnæði og marga
þaulæfða blaðamenn. Að undanteknum nokkurum blöðum,
sem hann nefnir, og eru svo örfá, að þeirra gætir sama
sem einskis, reka þau öll erindi auðvaldsins. Þau gera
það af misjafnlega miklu kappi og af misjafnlega miklum
drengskap; þau eru misjafnlega ráðvönd, eins og menn-
irnir. Þeim getur sinnast hverju við annað — stundum
út af einkamálum, svo sem kvennamálum og þess konar —
og þau hafa gert hvelli út af sumum hneykslum auðvalds-
ins. En þegar til lengdar lætur, verða þau öll á sama
bandinu.
Viðskiftavaldið tryggir sér blöðin með fernu móti: í
fyrsta lagi, með því að eiga blöðin; í öðru lagi, með því
að eiga eigendur blaðanna; í þriðja lagi, með auglýsinga-
styrk; í fjórða lagi, með mútum. Með þessum hætti hefur
þetta vald náð yfirráðum yfir fréttunum og þeim skoðun-
10