Skírnir - 01.01.1927, Síða 153
146
Upton Sinclair og auðvaldið í Bandarikjunum. [Skírnír
um, sem koma fram i blöðunum, svo að aðrir komast þar
ekki að, eftir því sem Sinclair lýsir ástandinu.
Þess var getið í upphafi þessa máls, að áhrifin af
einni bók Sinclairs (The Goose-Step) hefðu orðið þau, að
ýmsir háskólakennarar hefðu sagt af sér embættum sínum.
Eg get ekki gert neina verulega grein fyrir því efni. Það
yrði of langt mál. Eg verð að láta mér nægja að benda
á það, að aðalákæra hans gegn háskólunum í Bandaríkjun-
um er sú, að þeir séu algerlega háðir auðvaldinu. Mestu
auðmennirnir hafa með höndum yfirstjórn háskólanna og
vaka yfir því, hverjar skoðanir þar koma fram. Þetta er
auðvitað afleiðing þess, að svo mikið al' háskólunum er
stofnað af gjöfum auðmannanna, og þessar menntastofnanir
verða líka að mæna eftir stuðningi þeirra til þess að fá sér
haldið við. Sumar sögurnar, sem hann segir af afskiftum
auðvaldsins af háskólunum, eru bæði skringilegar og ísjár-
verðar.
Og eftir því, sem Sinclair heldur fram, í enn einni bók-
inni — The Goslings —, er eins komið um hina lægri
skóla. Auðvaldið hafi náð fullum tökum á þeim; það ráði
yfir fénu og kennurunum, haldi þeim hræddum, launi þeim
illa og neiti þeim um borgaraleg réttindi sín; það ráði yfir
börnunum, jjjálfi þau andlega, bæli þau og fylli huga þeirra
með eiturhugsunum — »til þess að þau verði þess albúin
að hata og ef þörf gerist að tjarga og fiðra og drepa án
dóms og laga þá menn, sem reyna að beita sannarlega
amerískum hugsjónum í Ameríku og að vernda jafn vel
réttindi fátæklinganna eins og auðmannanna *). Þessi um-
mæli og önnur þessum lik hefur Sinclair sérstaklega um
ástandið í Suður-Californiu. En í raun og veru eiga þau,
eftir lýsingu hans, við Bandaríkin í heild sinni. Til dæmis
að taka prentar hann eftirfarandi staðhæfing eftir einn af
skólaumsjónarnmönnunum í New York, Dr. Tildsley, sem
hann kom með i maímánuði 1922: »Ég veit ekki um neitt
skólafyrirkomulag í Bandaríkjunum, sem sniðið sé eftir
1) The Goslings, bls. 22.