Skírnir - 01.01.1927, Side 156
SkírnirJ Upton Sinclair og auðvaldið í Bandarikjunum. 149
að dauðinn leysi þau frá þjáningum þeirra! Þar er miljón
manna, karlar, konur og börn, sem eiga sameiginlega bölv-
un verkamanna-þrældómsins; þau strita hverja stund, sem
þau geta staðið og séð, til þess eins að geta dregið fram
lífið; þau eru dæmd til þess, allt fram að andlátinu, að
búa við tilbreytingarleysi og þreytu, hungur og eymd, hita
og kulda, óhreinindi og vanheilsu, fáfræði og ofdrykkju
og lesti!«
»Og snúið þér svo við blaðinu með mér«, segir hann
því næst, »og lítið á hina hliðina á myndinni. Þar eru
þúsund — ef til vill tíu þúsund — sem eru drottnar þess-
ara þræla, eiga strit þeirra. Þeir gera ekkert til þess að
vinna fyrir því, sem þeir veita viðtöku, þeir þurfa jafnvel
ekki að biðja um það — það kemur til þeirra af sjálfu
sér; þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru en að
koma því fyrir; þeir lifa í höllum, þeir ærslast í munaði
og óhófi — sem engin orð geta lýst, ímyndunaraflið fer
að reika og skjögra við umhugsunina um slíkt, og sálin
verður sjúk og máttfarin. Þeir eyða hundruðum dollara í
eina skó, einn vasaklút, ein sokkabönd; þeir eyða miljón-
um í hesta, bíla og skemmtiskip, fyrir hallir og veizlur,
fyrir litla glampandi steina, sem þeir hylja með líkamí sína.
Líf þeirra er kappleikur meðal sjálfra þeirra um það, hver
geti sýnt mest af oflátungsskap og kæruleysi, hver geti
látið mest fara forgörðum af nytsömum og nauðsynlegum
hlutum, hver mestu geti eytt af vinnu og lífi náunga sinna,
striti cg kvöl þjóðanna, svita og tárum og blóði mann-
kynsins! Þeir eiga það allt — það kemur til þeirra; alveg
eins og allar uppsprettur streyma út í læki, og lækirnir
út í fljót, og íljótin út í hafið — eins kemur, ósjálfrátt og
óhjákvæmilega, allur auður þjóðfélagsins til þeirra. Bónd-
inn yrkir landið, námamaðurinn grefur niður í jörðina, vef-
arinn fæst við vefstólinn, múrarinn heggur til steininn; gáf-
aði maðurinn finnur upp, hyggni maðurinn stjórnar, vitr-
ingurinn leitar fræðslu, innblásni maðurinn syngur — og
allur árangurinn, arðurinn af vinnu heilans og vöðvanna,