Skírnir - 01.01.1927, Page 158
Skírnirj Upton Sinclair og auðvaldið i Bandarikjunum. 151
fyrirkomulaginu, allt lendi þar eins og annarstaðar, í spilling
og rotnun. En hann neitar því afdráttarlaust, að hann voni,
að kirkjurnar tortímist og hverfi úr sögunni. Hann trúir
því, að kjarni þeirra samsvari einni af grundvallarþörfum
mannanna. Hann finnur til þess. að baráttan fyrir breytt-
um kjörum þeirra, sem þjakaðir eru, hafi fengið á sig
efnishyggjublæ, en hann telur það óhjákvæmilegt, að svo
geti virzt, sem hann og samherjar hans hugsi um ekkert
annað en magann. »Það kemur af því«, segir hann á ein-
um stað !), »að vér erum fulltrúar stéttar, sem líður hungur,
og hugsar um magann nákvæmlega eins og hver sá ein-
staklingur hugsar um magann, sem sulturinn gerir gráðugan.
En látið þér okkur fá það, sem hinn alræmdi efnishyggju-
maður Jakob, bróðir Jesú, nefnir »það sem líkaminn þarfn-
ast«, og þá munum vér fara að sinna huganum, og jafnvel
uppgötva það, að vér höfum sálir; sem stendur hendir það
oss, að vér fyrirlítum það, sem nefnt er »andlegt« og orðið
hefir að vörubirgðum snikjudýranna og hræsnaranna«.
Ég hefi reynt á þessum blaðsíðum að gefa lesendum
Skírnis ofurlitla hugmynd um starf og hugsanir Uptons
Sinclairs. Hún er því miður ófullkomin og lausleg. En ég
verð að láta mér nægja að bæta við einni bendingu.
Menn mega ekki hugsa sér þennan rithöfund sem ein-
hvern óhlutdrægan dómara um ástandið í Bandaríkjunum.
Hann er ástríðuríkur ákærandi, málfærslumaður. Hann veit
það sjálfur og kannast við það, að hann sé einhliða. Það
er vitanlega, til dæmis að taka, fleiri hliðar á menntastofnun-
um Bandaríkjanna en sú, að þær séu háðar auðvaldinu.
Það eru fleiri hliðar á kirkjunum þar í landi en þær, sem
Sinclair dregur fram. Það eru fleiri hliðar á auðvaldinu
sjálfu, jafn-ískyggilegt og það er, en sú, að það sé ásælið
og kúgi menn. Sinclair flytur ekki allan sannleikann um
þau efni, sem hann ritar um. Það gerir enginn maður,
sem er að berjast fyrir gagngerðum breytingum af kappi
') »The Profits of Religion«, bls. 300.