Skírnir - 01.01.1927, Page 160
Jón Jacobson
landsbókavörður.
Eftir Árna Pálsson.
Faðir Jóns Jacobsonar var séra Jakob Benediktsson
prests, Jónassonar prófasts, Benediktssonar. Móðir séra
Jakobs var Ingibjörg Björnsdóttir prests Jónssonar í Ból-
staðarhlíð. Séra Jakob var nafnkunnur merkisprestur, söng-
maður góður, ramur ao afli og talinn einn hinn ágætasti
hestamaður íslands á 19. öld. Kona hans, en móðir Jóns
landsbókavarðar, var Sigríður Jónsdóttir prófasts Halldórs-
sonar á Breiðabólstað og Kristínar Vigfúsdóttur sýslumanns
Thorarensens á Hlíðarenda.
Jón Jacobson fæddist 6. dec. 1860 á Hjaltastað í Norður-
Múlasýslu, þar sem faðir hans þá var prestur. Hann naut
bæði aga og ástríkis í foreldrahúsum. Faðir hans bjó hann
sjálfur undir skóla, og sagði Jón síðar svo frá, að hann
hefði kennt sér svo mikið í latínu, að hann hennar vegna
hefði vel getað setzt í 3. bekk að dómi Jóns rektors Þor-
kelssonar. Að því bjó Jón jafnan síðan og varð latínan
honum kærust allra námsgreina. Hann gekk inn í skóla
1874, en útskrifaðist 1880 með 2. einkunn hárri. Hafði
stærðfræðin orðið honum að fótakefli við prófið, svo að
hann náði ekki 1. einkunn.
Séra Jakob var maður vel efnum búinn og var því
ekki nema sjálfsagt, að Jón sigldi til háskólans í Kaup-
mannahöfn. Lagði hann stund á forntungurnar, latínu og
grísku, og mun hann upphaflega hafa ætlað sér að ljúka
prófi í þeim, en úr því varð þó ekki. Hann hafði snemma
haft ákafa tilhneigingu til sönglistar, óvenjulega næmt eyra
og þýða söngrödd. Sú tilhneiging varð svo rík á Hafnar-