Skírnir - 01.01.1927, Síða 163
156
Jón Jacobson.
[Skírnir
Reykjavík, enda bar þar margan gest að garði, bæði inn-
lendan og útlendan. Þeim hjónum varð 4 barna auðið, en
aðeins eitt þeirra, frú Helga Sætersmoen, lifði föður sinn.
Af þessu stutta yfirliti yfir störf og æviferil Jóns
Jacobsonar má sjá, að hann hefir lagt furðu margt á gerva
hönd. Hann var dugandi bóndi, hagsýnn fésýslumaður,
góður kennari, hrókur alls fagnaðar í samkvæmum, þegar
vel lá á honum, orðfimur og söngvinn. Þjóðkunnastur varð
hann þó fyrir störf sin á alþingi og við landsbókasafnið.
Svo sem fyr var getið, sat Jón á alþingi fyrir Skag-
firðinga 1893—1899, en þingmaður Húnvetninga var hann
1903—1907. Hann hafði margt til þess að vera góður
þingmaður. Hann var skjótur að átta sig á málum, kunni
vel að afla sér þekkingar og var prýðilega máli farinn.
Ræður hans voru skipulega hugsaðar og vel fluttar. Margur
þingmaður talaði oftar en hann, en orðum lians var
oft mikill gaumur gefinn, enda voru honum falin ýmis
trúnaðarstörf, t. d. framsaga fjárlaga í efri deild. Hér er
þess ekki kostur að rekja þingferil hans, því að þá yrði
að rifja upp deilumál þeirra tíma, er hann sat á þingi, en
það yrði alltof langt mál. Skal því aðeins drepið á nokkur
atriði úr þingsögu hans.
Þá er Jón settist fyrst á þing, leit hann mjög á málin
frá bóndans sjónarmiði, og það gerði hann raunar alla ævi.
En þó breyttust skoðanir hans síðar talsvert mikið í ýmsum
atriðum. Á hinum fyrstu þingmannsárum sínum var hann
tíl dæmis geysi-andvígur eftirlaunum embættismanna og
mun hann síðar hafa litið allt öðrum augum á það mál.
— En ekkert vakti þó slíka athygli á honum á hinu
fyrsta þingi sem árás hans á latínu- og grískukennsluna
við lærða skólann í Reykjavík. Hann flutti þá, ásamt
Boga Th. Melsteð og Ólafi Briem, tillögu til þingsálykt-
unar »um afnám grísku og latínu sem skyldunámsgreina
við Reykjavíkur lærða skóla«. Mörgum kom á óvart
að Jón Jacobson, forntungnavinurinn, skyldi flytja slíka
tillögu, en hann barðist gegn andmælöndum sínum með