Skírnir - 01.01.1927, Síða 164
Skírnir]
Jón Jacobson.
157
oddi og egg og flutti skörulegar ræður til varnar sínum
málstað. Tillagan var að visu felld á þinginu, en þó var
nú sú alda risin, er að síðustu reið hinum gamla latínu-
skóla að fullu. Baráttunni gegn gömlu málunum og fyrir
því, að stofnuð yrði gagnfræðadeild við skólann, var
haldið áfram, og var Jón Jacobson þar jafnan fremstur
í flokki á alþingi, enda mun enginn einstakur þingmaður
hafa átt jafnmikinn þátt sem hann í breytingu þeirri, er
gerð var á skólanum árið 1904. En ekki varð sá sigur Jóni
Jacobsyni til langvinnrar ánægju. Svo sem fyr sagði var
hann jafnan mikið við skólann riðinn, bæði sem kennari og
prófdómari, og smámsaman sannfærðist hann um, að ekki
hafði verið breytt um til bóta. Og hann var drengur til
þess að kannast við, að hann hefði skift um skoðun. Ég
minnist þess, að hann sagði eitt sinn á stúdentafélagsfundi,
er skólamál voru rædd: »Nú skal jeg ganga til Canossal
Ég játa að mér hefir skjátlast í skólamálinu. Að vísu var
afnám grískukennslunnar rjettmætt, því að hún var til einkis
gagns.. En skólinn getur ekki verið án latínunnar, og gagn-
fræðadeildin verður að hverfa úr sögunni.«
En það, sem einkum einkenndi þingmennsku Jóns Ja-
cobsonar, var sívakandi umhyggja hans fyrir fjárhag landsins.
Hann var einn hinn mesti sparnaðarmaður á þingi. Hann
gekk inn í skóla árið 1874, sama árið sem alþingi tók við
fjárforræði. Ekkert var þá góðum íslendingum jafnríkt í
hug sem að reisa þjóðina upp úr fjárhagslegri niðurlægingu
margra alda. Þá var það talinn glæpur að fara illa með
fé almennings, og má furða heita, hve sá hugsunarháttur
hefir gerbreytzt á tveimur síðustu áratugum. Nú kveða
menn oft upp stranga dóma um smásmygli, kjarkleysi og
nirfilshátt þinganna á landshöfðingjatímanum. En þeir dómar
eru hvorki af viti né sanngirni sprottnir. Foringjar íslend-
inga vissu þá, að ef þjóðin rataði í fjárhagsógöngur, þá
var ekki til annara að leita en til Dana. Þeim skildist, að
þeir gátu ekki verið tvennt í einu: kröfuharðir forverðir
íslenzkra landsréttinda og sísníkjandi beiningamenn. Þeim
var fullljóst, að dönskum fjandmönnum íslenzkra lands-