Skírnir - 01.01.1927, Side 168
Refsivist á íslandi.
Björn Þórðarson: Refsivist á íslandi 1761—1925.
Reykjavik MCMXXVI.
Rit Björns hæstaréttarritara Þórðarsonar, Refsivist á
íslandi, er svo markverð nýjung í sagnfræði vorri, að mér
þykir hlýða, að þess væri getið nokkuð itarlegar, en unnt
er í því rúmi, sem ritdómum venjulega er ætlað í tíma-
ritum vorum. Höf. hefir tekið þar til rannsóknar efni, sem
áður mátti heita með öllu ókannað, og stuðzt að lang-
mestu leyti við óprentaðar heimildir. Hefir hann því leitt
margt nýtt í ljós, er mönnum var ókunnugt áður, og lagt
með rannsókn sinni drjúgan skerf til menningarsögu þess
timabils, er ritið fjallar um. Er það næsta mikilsvert at-
riði í hverju þjóðfélagi, hverjum refsingum er beitt við lög-
brotum, og hvernig þær eru framkvæmdar, og í riti þessu
iýsir höf. því, hvernig þeirri refsingu, er nú gætir mest í
lögum vörum, refsivistinni, hefir verið beitt hér á landi,
allt fram á vora daga.
Höf. varði rit þetta fyrir doktorsnafnbót í lagadeild
háskólans. Doktorsprófi er hagað hér með svipuðum hætti
og tíðkast við háskólann í Kaupmannahöfn. Tveir af kenn-
urum deildarinnar eru kjörnir andmælendur, og falið að
rannsaka rit doktorsefnisins og dæma það. Dóm sinn um
ritið kveða þeir upp munnlega við doktorsprófið. Hefir því
verið hreyft, að æskilegt væri, að þeim yrði gjört að skyldu,
að birta skriflegan dóm um ritið. Athugasemdir þær, er
þeir gjöra við ritið, koma nú eigi öðrum að haldi en þeim,
sem viðstaddir eru prófið, og hlýða á umræðurnar þar.
Væri dómurinn birtur, mætti sjá af honum síðar afstöðu
dómendanna til ritsins og þeirra skoðana, sem þar er haldið
11