Skírnir - 01.01.1927, Side 170
Skírnir]
Refsivist á íslandi.
163
því ekki á neinu fangelsi að halda þeirra vegna. Það er
eigi fyr en kemur fram á 17. öld, að tekið er að leggja
refsivist við brotum. Er það gjört í fyrsta skifti með kgsbr.
16. des. 1625. Þar er boðið, að senda konur, sem ekki
vilja segja til faðernis barna sinna, til Kaupmannahafnar,
»at de der deris fortjente Straf maa lide og udstaa, saa
som de udi deris Synder haardnakkeligen blive fremtur-
endis*.1) Refsingin, sem þeirra beið í Kaupmannahöfn, var
vist í spunahúsinu í Kristjánshöfn. Lagaboði þessu var
beitt nokkrum sinnum framan af, t. d. 16332) og 1668,3)
en seinna sýnist það falla í gleymsku, og 1695 var kona,
er eigi vildi segja til faðernis barns síns, dæmd til 30
vandarhagga hýðingar á alþingi4). Eftir 1700 fara menn
þó aftur að muna eftir lagaboði þessu. Var þá dæmt
eftir því, þegar maður sá, sem lýstur var faðir að
barni, synjaði fyrir faðernið með eiði. í dómi einum frá
1719 er gjört ráð fyrir að kgsbr. 1625 eigi jafnvel við í
slíku máli. Þó var árið eftir kona dæmd að eins til fjár-
sektar, er barnsfaðir sá, er hún hafði lýst, synjaði faðern-
isins.5) 1738 komu 2 dómar til alþingis, er dæmdu konu
til spunahússins fyrir þessar sakir, en alþingi sýknaði kon-
una, og taldi, eins og vafalaust er rétt, að kgsbr. 1625 ætti
ekki við í þeim málum.6) Samt er eins og menn hafi ekki
verið vissir um, nema konungsbréfið ætti líka við, þegar
svona stóð á, því að lögmennirnir báðir, Magnús Gíslason og
Hans Becker, og nokkrir sýslúmenn, rituðu konungi og báðu
um lagaboð um þetta efni. Segja þeir, að það hafi að undan-
förnu verið venja, að refsa konum með hýðingu, eða að
senda þær í spunahúsið, ef sá, er þær lýstu föður að barninu,
synjaði fyrir faðernið. Árangurinn af þessari málaleitun
varð sá, að ákveðið var, í kgsbr. 19. des. 1738, að konan
1) Lovs. f. Isl. I. bls. 211—212.
2) Alþb. 1633, nr. 3.
3) Alþb. 1668 nr. 10, sbr. Alþb. 1666 nr. 37 og 1667 nr. 34.
4) Alþb. 1695 nr. 5.
5) Alþb. 1719 nr. 29, sbr. Alþb. 1720 nr. 30.
6) Alþb. 1738 nr. 27 og 30.
11*