Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 171
164
Refsivist á íslandi.
[Skírnir
skyldi, er þannig stóð á, laus við frekari ákærur, ef eigi
sannaðist, að faðernislýsingin væri beinlinis röng.1)
í kgsbr. um verzlunina 13. mai 1682 § 9 var Brimar-
hólmsvist í járnum lögð við því, að verzla við ófríhöndlara,
er svo voru nefndir, þ. e. alla aðra en kaupmenn þá, er
verzlunarleyfi höfðu.2) Sama refsiákvæðið er tekið upp i
leyfisbréf kaupmanna frá 29. jan. 1684 § 8.3) Það mætti
nú telja það líklegt fyrirfram, að þetta lagaboð hefði oft
komið til framkvæmda, því bæði mun ávalt hafa kveðið
nokkuð að brotum gegn verzlunarbanninu, og svo vöktu
kaupmennirnir yfir því, að refsað yrði fyrir þau brot. Þegar
þessa er gætt, þá er það næstum því furða, hve sjaldan
menn voru dæmdir héðan tii Brimarhólms fyrir þessar sakir.
Nokkru mun um þetta hafa ráðið það, að dómstólunum.
islenzku, a. m. k. alþingi, sýnizt hafa verið mjög óljúft, að
beita þessari refsingu, og reynt með öllu móti, að komast
hjá því. Árið 1685 komu þannig tvö mál, út af brotum
gegn verzlunarbanninu, til alþingis. Annað málið var undan
Jökli. Ingimundur nokkur Sigvaldason á Öndverðarnesi
hafði verzlað lítilsháttar við ófríhöndlara, og hafði héraðs-
dómur dæmt hann til Brimarhólmsvistar. Alþingi mildaði
þann dóm þannig, að maðurinn skyldi vinna séttareið að
því, að sér hefði verið ókunnugt um efni konungsbréfsins,.
er lagði Brimarhólmsvist við ólöglegri verzlun, með því
að hann, vegna elli og lasleika, hefði eigi getað sótt þingið,,
sem konungsbréfið var birt á.4 5) í hinu málinu voru nokkrir
menn af Vatnsleysuströnd kærðir um ólöglega verzlun.
Dómsmenn segjast ekki geta dæmt þá til Brimarhólms, því
að þeir (o: dómsmennirnir) hafi ekki séð neitt frumrit af
leyfisbréfi kaupmanna, með innsigli konungs fyrir, og þessui
samsinnti sjálfur landfógetinn, Kristófer Heidemann/’) Em
til lengdar dugði það vitanlega ekki, að bera fyrir. sig^ van~
1) Lovs. f. lsl. 11. bls. 303-304.
2) Lðvs. f. Isl. 1. bls. 391.
3) Lovs. f, Isl. 1, bls. 409.
4) Alþb. 1685 nr. 16.
5) Alþb. 1685 nr. 44, Annálar I. bls. 404.