Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 175
168
Refsivist á íslandi.
[Skirnir
30 og fyllilega lögmætur. Málið fór til hæstaréttar, og
dærndi hann Magnús, 16. marz 1709, til æfilangrar þrælk-
unar í járnum á Brimarhólmi.1) Var hann sendur utan og
var mörg ár á Brimarhólmi, en fékk náðun að lokum, og
kom aftur hingað til lands örkumlamaður.2) Með þessu
var fordæmið fengið, og sannaðist nú, að auðlærð er ill
danska, því að strax á næsta ári dæindi yfirdómurinn Jón
nokkurn Hreggviðarson til Brimarhólms, en honum hafði
orðið eiðfall um morðgrun eins og Magnúsi.3) Þessir dóm-
ar áttu sér hvorugir neina stoð í íslenzkum lögum. Eftir
þetta beittu íslenzkir dómstólar hvað eftir annað Brimar-
hólmsvist, algjörlega ólöglega. 1726 dæmdi Grímur lög-
sagnari Grímsson mann til Brimarhólms, fyrir þjófnað i
annað sinn, m. ö o. 8 árum áður en refsiákvæði Norsku-
laga um þjófnað voru lögleidd hér á landi.4) 3. des. 1723
dæmdi Cornelius Wulf landfógeti, og 6 meðdómsmenn hans,
mann til æfilangrar Brimarhólmsvistar, fyrir að valda skip-
reika og manntjóni, — maðurinn hafði í drykkjuskap flog-
izt á við annan mann í bátnum, svo bátnum hvolfdi og 3
menn drukknuðu. Tveir dómsmanna vildu þó ekki sam-
þykkja þennan dóm, heldur dæma málið eftir íslenzkum
lögum, Jb. Mh. 13 og 21, og meta atburðinn óviljaverk.
Næsta ár, á alþingi, var maðurinn dæmdur til þriggja ára
Brimarhólmsvistar, og þangað hefir hann verið fluttur, því að
til er umsókn hans um náðun, dags. á Brimarhólmi 24. jan.
1726.5 6) Alþingisdómur þessi sýnir mjög vel, hversu mikið
rugl var komið á hugmyndir manna um lög og rétt.
Dómsmenn segjast byggja dóminn á Jb. Mh. 17 og á NL.
1.—13.—26, 112,—3, 1.—9.—10. og 1,—5.—7.«) Ekkert
af þessum ákvæðum Norskulaga gilti þá hér á landi, og
meira en það, það er eins og þau séu valin blindandi, því að
1) Sbr. kgsbr. 18. maí 1709, Þsk. A. 106.
2) Alþb. 1723 nr. 34.
3) Dómabók yfirdóms í Þsk. bls. 43.
4) Alþb. 1727 nr. 24.
5) Þsk. A. 68, III.
6) Alþb. 1724 nr. 17.