Skírnir - 01.01.1927, Page 177
170
Refsivist á íslandi.
| Skirnir
sifjaspell. Hafði hann átt börn með 2 hálfsystrum sam-
mæðra, og hafði það sér til varnar, að sér hefði verið
ókunnugt um skyldleika þeirra. Dómsmenn segja, að þessi
vörn sé trúanleg, en dæma hann samt til 3ja ára Brimar-
hólmsvistar, »sér og öðrum til straffs og viðvörunar«.') í
hinu málinu var maður grunaður um morð. Sannanir voru
engar á hendur honum, og dómsmenn segja, »að morðið
sé honum ekki yfirbevísað«. En maðurinn var illa kynntur
og niðurstaðan varð sú, »að fyrnefndur Ásmundur Þórðar-
son, öðrum viðlikum óguðlegum skálkum til viðvörunar,
skuli einasta i járnum erfiða á Bremerhólmi í 6 ár«.1 2) Þess
sjást jafnvel merki á 18. öld, að talið var heimilt að senda
menn dómlaust til Brimarhólms. Filippus nokkur Jónsson
i Rangárvallasýslu varð hórsekur og trássaðist við að taka
aflausn hjá sóknarpresti sinum. Jón biskup Árnason kærði
þetta fyrir konungi, og konungur bauð, með kgsbr. 21.
marz 1732, að senda manninn til æfilangrar þrælkunar á
Brimarhólmi, ef hann trássaðist lengur við að taka af-
lausnina.3 4)
Hér að framan hafa verið rakin upptök refsivistar í
íslenzkum rétti. En auk þess, sem hér hefir verið talið,
má geta þess, að snemma á 18. öld tók konungur að náða
menn frá líflátsrefsingu, með refsivist æfilangt eða um til-
tekið árabil. Fyrsta dæmið slíkrar náðunar, sem ég þekki,
er kgsbr. 22. okt. 1714,‘) og var þetta mikill siður fram
undir 1740. Áður höfðu menn verið náðaðir frá lífláts-
refsingu með því að fara útlægir.5)
í öllum þeim tilfellum, sem hér hafa verið nefnd, sættu
sakamennirnir refsingu í erlendum hegningarhúsum, á Brim-
arhólmi eða í spunahúsinu í Kristjánshöfn. Hér á landi
var engin slik stofnun til. Og það var eigi fyr en 1733,
að stjórnin hreyfði því í fyrsta sinni, að byggja hér á landi
1) Alþb. 1727 nr. 20.
2) Alþb. 1740 nr. 13.
3) Þsk. A. 107.
4) Magn. Ketilsson: Forordn. III. bls. 461.
5) Sjá t. d. kgsbr. 14. febr. og 5. maí 1691, þsk. A. 105.