Skírnir - 01.01.1927, Page 178
Skirnir]
Refsivist á íslandi.
171
hegningarhús fyrir stórbrotamenn. Björn Þórðarson getur
um þær bollaleggingar á bls. 5—7 í riti sínu, en hér skal
aukið litilsháttar við þá sögu. — Katrin nokkur Ingjalds-
dóttir hafði verið dæmd til lífláts fyrir sifjaspell, en sótti
um náðun. Áður en útkljáð var um náðunarbeiðni hennar
kom bréf til stjórnarinnar frá yfirstjórn fátækramálanna,
sem m. a. hafði á hendi stjórn spunahússins, og kvaðst
hún ekki geta tekið við fleiri föngum vegna þrengsla í
fangelsinu. Ocksen stiftamtmanni var þá boðið, að gjöra
tillögur um það, hvar konunni yrði komið fyrir, ef hún yrði
náðuð. Stiftamtmaður skýrði stjórninni svo frá því, í bréfi
9. maí 1733,1) að hegningarhús væri ekkert til á íslandi.
Yrði konunni ekki komið fyrir í spunahúsinu, væri því eina
úrræðið, að bjóða sýslumanni hennar, Nikulási Magnússyni,
að taka hana til sín, »og sætte hende til strængt Arbejde
hvortil hun under Tvang af Fængsel formenes at burde
drives«. Úr þessu varð þó ekki, konan var náðuð með
hegningarvinnu i spunahúsinu, en jafnframt var stiftamt-
manni' boðið, að taka til athugunar, hvort unnt væri að
koma upp hegningarhúsi fyrir slíka stórbrotamenn hér í landi,
ráðgast um það við amtmann og önnur yfirvöld á Islandi
og gjöra tillögur um það.2) Um þetta mál skrifuðust þeir
á næstu árin, stiftamtmaður og amtmaður. Var stiftamt'
maður fremur andvígur þessari hugmynd, og Lafrentz amt-
maður sá líka ýms vandkvæði á henni, m. a. það, hve
fáir fangarnir yrðu, og vildi hann bæta úr því með því, að
flytja hingað fanga frá Danmörku. Málið féll svo niður,
að ekki kom til neinna framkvæmda að því sinni, og
ekki sést, að aðrir íslenzkir embættismenn hafi fjallað um
það, en þeir stiftamtmaður og amtmaður.
1) Brb. st.amtm. VIII, bls. 455—456.
2) Kgsbr. 29. mai 1733, þsk. A. 107. Stjórnin i Kaupmanna-
höfn var annars stundum eigi kunnugri landsháttum hér en svo, aó
hún hugði að hægt væri, að láta menn sæta refsivist hér á landi,
meðan ekkert var fangelsið til, sbr. kgsbr. 14. marz 1721, M. Ket.
111. bls. 477.