Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 179
172
Refsivist á íslandi.
|Skírnir
Auk hegningarhúsanna voru á þessum tímum til í
nágrannalöndunum eins konar betrunarhús. Þar skyldi tekið
við ýmsu vanmeta fólki, flökkurum, betlurum, lötum hjúum,
óhlýðnum börnum og mönnum, er sekir urðu um minni
háttar afbrot og óknytti. Þessum mönnum átti að veita
aga og uppeldi í betrunarhúsunum, og reyna að gjöra þá
að nýtum borgurum í þjóðfélaginu. Björn Þórðarson lýsir
þessum betrunarhúsum í Danmörku og Noregi,’) og skifta
þessar stofnanir miklu máli um sögu refsivistar hér á landi,
því að þær voru að miklu leyti fyrirmynd betrunarhússins á
Arnarhóli, og allar óskir landsmanna, um refsivistarstofnun
hér, hnigu að því, að komið væri á fót betrunarhúsi. Föru-
inennirnir voru um langan aldur taldir einhver mesta land-
plágan hér á landi, og þótti það lengi eitt hið mesta vanda-
mál þjóðarinnar, að ráða fram úr þeim vandræðum. Sumir
töldu eina úrræðið vera stofnun betrunarhúss, þar sem
setja mætti förumennina til vinnu.
Áður en vikið verður að tilraunum landsmanna til að
fá reist hér betrunarhús, er vert að geta þess, að menn
höfðu bæði hugsað sér að Brimarhólmsrefsingu yrði beitt
við förumenn og að þeir yrðu látnir sæta vinnuþvingún
með öðrum hætti, þó að ekki væri í betrunarhúsi, og var
lagaheimild að nokkru leyti fyrir hinu síðarnefnda. Fyrst
má þar nefna kgsbr. 17. okt. 1641, þar sem boðið er, að
handsama flakkara og senda þá í járnum til Brimarhólms.1 2)
Þetta lagaboð skiftir þó ekki máli fyrir oss, með því að
það var sett einungis fyrir Færeyjar, og get ég þess að
eins af því, að það hefir verið tekið upp i Lovs. for Island.
A alþingi 1683 lofaði landfógetinn, eftir áskorun alþingis-
manna, að sækja um það til konungs, að senda mætti
flakkara til Brimarhólms.3) Samkvæmt þessari umsókn
bauð konungur, með bréfi 4. maí 1684, helztu valdsmönn-
um landsins, verzlegum og geistlegum, að ráðgast um það,
hvernig komið yrði í veg fyrir flakk, og förumenn settir til
1) Refsivist bls. 7—11.
2) Lovs. f. Isl. I. bls. 228—229.
3) Alþb. 1683 nr. 46.