Skírnir - 01.01.1927, Side 180
Skirnir|
Refsivist á íslandi.
173
vinnu.1) Þessir menn sömdu frumvarp að lögreglulögum,
Bessastaðapósta, er svo eru nefndir, 2. april 1685, og er
þar gert ráð fyrir að flakkarar, er dæmdir verða í þriðja
sinn, verði sendir til Brimarhólms.2) Frumvarp þetta hlaut
aldrei konungsstaðfestingu. í frumvarpi Lauritz lögmanns
Gottrups að lögreglulögum frá 1704, sem ekki fékk heldur
konungsstaðfestingu, er og lagt til, að »fornemme Folks
Börn«, sem óhlýðin eru foreldrum sínum, verði send til
Brimarhólms.3) Þá er enn í alþingissamþykt 13. júlí 1722
Brimarhólmsvist lögð við flakki.4) Sú samþykkt fékk heldur
eigi konungsstaðfestingu. Aftur á móti eru til konungs-
bréf um að beita annarskonar vinnuþvingun við förumenn.
í kgsbr. 4. maí 1695 var boðið að setja förumenn til róðra
á konungsskipum,5) og í kgsbr. 28. marz 1696 var boðið
að senda þá utan til herþjónustu,6) en lítt munu þessi
lagaboð hafa komið til framkvæmda.
Fyrstur manna mun Gísli sýslumaður Magnússon á
Hlíðarenda (Vísi-Gisli) hafa lagt það til, að förumenn yrðu
settir í betrunarhús hér á landi. í ritum sinum Consignatio
instituti (1647) og Res et scopus hac tenus pro patria Is-
landia suscepti negotii lagði hann til, að byggt yrði sitt
betrunarhúsið í hverjum landsfjórðungi, og skyldi þar kenna
flökkurum einhverja iðn.7) Páll lögm. Vídalín lagði til að
komið yrði á fót dálitlu kauptúni hér á landi. Skyldi safna
þangað förumönnum, og láta þá vinna að iðnaði og fisk-
veiðum.8 9) Jón Thorchillius taldi meðal annara nauðsynja-
mála, er koma þyrfti i framkvæmd hér á landi, byggingu
betrunarhúss.*') Má vel vera, að tillögur i þessa átt sé
að finna í fleiri af framfararitgjörðum þessara tíma, m. a.
1) Lovs. f. Isl. I, bls. 414-415.
2) Lovs. f. Isl.s I. bls. 428—437.
3) Þsk. A. 33, 1.
4) Prentuð aftan við Búalög. Hrappsey 1775.
5) Lovs. f. Isl. I. bls. 519-520.
6) Lovs. f. Isl. I. bls. 525.
7) Sbr. Þorv. Thoroddsen: Landfræðissaga ísl. II. bls. 125.
8) Deo, regi, patriæ. Soröe 1768, bls. 118—120.
9) Æfisaga Jóns Þorkelss. II. bls. 121.