Skírnir - 01.01.1927, Side 181
174
Refsivist á íslandi.
[Skírnir
lagði Niels Horrebow það til, í skýrslu til stjórnarinnar
dags. 13. nóv. 1751, að iðnaðarstofnununum yrði gjört að
skyldu að koma upp betrunarhúsi, til þess að kenna flökk-
urum og þessháttar fólki einhverja nytsamlega handiðn.1)
Nokkru síðar, 29. des. 1753, sneri Skúli Magnússon sér til
stjórnarinnar með bænarskrá um stofnun betrunarhúss. Varð
bænarskrá hans til þess, að stjórnin tók að gefa málinu
gaum, og skrifast á um það við stjórnendur iðnaðarstofn-
ananna. En þegar til kom, mun stjórninni hafa vaxið
kostnaðurinn í augum, og varð því ekkert úr framkvæmd-
um að þvi sinni.2)
En upp úr þessu gjörðust ýmsir þeir atburðir, sem
knúðu stjórnina til að verða við óskum landsmanna í þessu
efni. Refsilöggjöfinni var breytt með tilsk. 19. nóv. 1751,
og lá nú refsivist við fleiri brotum en áður. Harðindi gengu
mikil yfir landið, og fjölgaði sakamönnum af þeim sökum.
Kaupmenn tóku að heimta borgun fyrir flutning sakamanna
til Danmerkur, og varð stjórnin að greiða þann kostnað.
í vandræðum sínum fóru sýslumennirnir fram á það við
stjórnina, að líflátsrefsingum yrði beitt miklu frekara en
áður við þjófnaðarbrotum, en stjórnin vildi að vonum ekki
fallast á það. Magnús amtmaður Gislason notaði sér
þessi atvik öll, og herti á stjórninni um að byggja
hér betrunarhús. Vann hann hana loks á sitt mál, og
voru tillögur hans teknar til greina með kon. úrsk. 20.
marz 1759. En ekki var röggsemi stjórnarinnar meiri en
svo, að hún kom því ekki við í næstu 2 ár að ákveða,
hvar húsið skyldi standa eða hvenær byrjað skyldi á
smíði þess. Er ekki gott að vita, hve lengi það hefði taf-
1) Þsk. A. 33, 8.
2) Bj. Þórðarson: Refsivist bls. 11 — 17. Skúli og félagar hans
gjöra altaf ráð fyrir þvi, að betrunarhúsið verði sérstök stofnun, ó-
háð verksmiðjunum. Virðist mér höf. gjöra fullmikið úr því sain-
bandi, sem ætlazt hafi verið til að yrði á milli þessara stofnana.
Ólafur stiftamtm. segir i bréfinu frá 20/s 1805 að eins, að gagnsemi
ullariðnaðarins hafi verið ástæðan til stofnunar verksmiðjanna, sbr.
Refsivist bls. 11.