Skírnir - 01.01.1927, Síða 183
176
Refsivist á íslandi.
[Skirnir
allar sem aðgengilegastar. Hefir höf. lagt mikla vinnu og
kostgæfni i að vinna úr þeim, og verður ekki annað sagt,
en að honum hafi tekizt vel að vinsa úr þeim það, sem
vert var að hirða, og að hann hafi farið vel og samvizku-
samlega með þær.
Það kann að koma nútíðarmönnum nokkuð undarlega
fyrir sjónir, að fyrir tæpum 200 árum skuli þeir menn, sem
báru hag lands og þjóðar mest fyrir brjósti, varla hafa átt
annað áhugamál hjartfólgnara, en að komið yrði á fót
betrunarhúsi hér á landi. En þannig var því varið. »Patrio-
tisk Iver« nefnir Rantzau stiftamtmaður á einum stað áhuga
Magnúsar amtmanns Gíslasonar á stofnun betrunarhússins,
og það er enginn efi á því, að menn eins og Magnús amt-
maður, Skúli fógeti og aðrir forgangsmenn málsins hér á
landi, börðust fyrir því af einlægum áhuga á velferð lands
og lýðs. Landsmenn gengust og umtölulítið undir skatt,
allháan eftir því sem gjaldþol þeirra var þá, til þess að
standa straum af betrunarhúsinu.1) Menn gjörðu sér lika
næsta glæsilegar vonir um árangurinn af starfi þessarar
stofnunar. Þeir vonuðu að betrunarhúsið yrði sú þjóð-
þrifastofnun, að þar yrði hinn iðjulausi húsgangslýður að
nýtum mönnum. Þeir töldu aga- og uppeldisleysi fólksins
vera aðalorsök förumenskunnar. Þeim hefir sjálfsagt skjátl-
azt þar, því að flakkið hefir eflaust fyrst og fremst stafað af fá-
tækt landsmanna og þeirri niðurníðslu, sem allir atvinnu-
vegir þeirra voru í, og úr því gat betrunarhúsið ekki
bætt. En flakkið var svo alvarlegt mál á þessum tímum,
að auðskilið er, að mönnum væri það hugleikið að ein-
hverjar skorður yrðu við þvi reistar. Fáeinar tölur frá
18. öldinni skal ég nefna, sem sýna, hvilíkur fjöldi föru-
1) Klerkastéttin sótti að vísu strax um undanþágu frá skattin-
um og lagði Finnur biskup mikiö kapp á það mál, en Magnús Gísla-
son lagðist fast á móti, svo að þeir fengu enga áheyrn. Sbr. Amt-
brb. XI. bls. 184—189, Þsk. A. 3. 151, Leikmenn sýnast aftur á móti
eigi hafa möglað gegn skattinum i fyrstu, þó seinna kenni stundum
nokkurrar tregðu á um greiöslu hans af þeirra hendi, sbr. Amtbrb.
XVI. nr. 106.