Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 184
Skirnirj
Refsivist á íslandi.
177
manna fór um landið. Þegar manntalið var tekið 1703
voru þannig 35 utansveitarhúsgangsmenn staddir i Rosm-
hvalaneshreppi, 26 i Breiðavíkurhreppi og 21 í Neshreppi
undir Jökli.1) Árferði var að vísu eigi gott 1703, en þó
engin aftaka harðindi, en þegar þau dundu yfir í algleym-
ingi margfölduðust þessar tölur. í móðuharðindunum var
talið, að 600 förumenn væru í Árnessýslu einni,2) og 1785
ráðgerði rentukammerið, að flytja 500 förumenn af landi
brott, og var talið, að þeir gætu allir komið úr Snæfells-
nessýslu og Gullbringusýslu.3 4) Það fór nú að vísu svo, að
vonir þær, er menn gjörðu sér um betrunarhúsið, rættust
ekki, og stofnun þessi varð aldrei það, sem forgangsmenn
hennar höfðu ætlazt til að hún yrði. Til þess lágu margar
orsakir, sumar óviðráðanlegar, aðrar, er stöfuðu af mistök-
um stjórnenda hússins. Þess má þannig geta, að stjórnin
ætlaðist til þess, að húsið væri jafnframt hegningarhús fyr-
ir stórbrotamenn, og var það gagnstætt því, sem landsmenn
ætluðust til. Stjórnin hafði sitt mál fram og stóð svo fram
til 17753) En vitanlega reyndist örðugt að samrýma þetta
tvennt, láta stofnunina vera hvorttveggja í senn betrunar-
hús og hegningarhús. Þá sýndi stjórnin líka oft óheyrilegt
tómlæti og seinlæti í afskiftum sínum af málefnum betr-
unarhússins. Þannig kom hún því aldrei í verk, að stað-
festa frumvarp það að reglugjörð fyrir húsið, er stjórnar-
nefnd þess sendi henni 20. ágúst 1767, svo að í rauninni
voru engar fastar reglur til um starf stofnunarinnar, þangað
til stofnskráin frá 3. marz 1784, var sett.5) Saga betrunar-
hússins á Arnarhóli var aldrei glæsileg og stundum var
hún beinlínis hörmungasaga. Er hér ekki rúm til að rekja
1) Manntal á íslandi árið 1703 bls. 11—12, 108, 119. Sem
dæmi þess hver afkoma fólks var þá skal þess getið að manntalið
telur 103 sveitarómaga í Rosmhvalaneshr., 42 i Breiðavik og 166 i
Neshreppi.
2) Lovs. f. Isl. V. bls. 67.
3) Lovs. f. Isl. V. bls. 106-108.
4) Bj. Þórðarson: Refsivist bls. 57.
5) Bj. Þórðarson: Refsivist bis. 44.
12