Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 185
178
Refsivist á íslandi.
[Skírnir
það nánara og læt ég mér því nægja að vísa um það til
rits Bj. Þ., þar sem þessi saga öll er rakin ítarlega og skil-
merkilega. Ég skal sérstaklega benda á yfirlit höf. yfir
sögu hússins á bls. 130—156. Ber hann þar þessa stofn-
un saman við samskonar stofnanir í nágrannalöndunum á
sama tíma. Niðurstaðan af þeim samanburði er sú, að
þrátt fyrir allt, þá hafi betrunarhúsið á Arnarhóli ekki að
eins staðið erlendum betrunarhúsum jafnfætis, heldur stað-
ið þeim framar í flestum efnum. Húsnæðið var betra hér
en þar, heilsufar fanga og mataræði betra, nema á verstu
harðindaárunum, og meiri mannúð sýnd í meðferð fanga
hér en þar. í fáu mun betrunarhúsið á Arnarhóli hafa
staðið erlendum betrunarhúsum að baki, og er það næsta
merkilegt, að vér skulum á þessuin árum, þegar annars allt
var í hinni mestu eymd og volæði hér á landi, hafa átt
betrunarhús, sem fyllilega jafnaðist á við samskonar stofn-
anir erlendis. Það var því eigi að undra, þó að erlendir
ferðamenn, sem hingað komu, furðuðu sig á því, að betr-
unarhúsið skyldi vera myndarlegasta húsið í höfuðstaðnuin.
Eftirtektarverður er og sá stefnumunur, er höf. sýnir
fram á, að gætt hafi í stjórn betrunarhússins, eftir því hvort
innlendir menn eða erlendir réðu þar mestu. Fulltrúi hinnar
innlendu stefnu var Ólafur stiftamtmaður Stefánsson. Hann
vildi fyrst og fremst byggja á innlendri reynzlu og haga
rekstri betrunarhússins sem mest eftir íslenzkum landshög-
um og landsháttum. Hann hagaði fangahaldinu að ýmsu
leyti gagnólíkt því, sem bæði tíðkaðist þá annarsstaðar og
tíðkast nú víðast hvar. Hann hirti eigi um, að einangra
fangana frá öðrum mönnum. Hann taldi það skifta mestu,
að láta fangana vinna. Hann lét þá vinna utanhúss, ef
því var að skipta, jafnvel vera til sjóróðra langt frá betr-
unarhúsinu. En hann lét þá vinna hverja gagnlega vinnu,
sem í boði var, og það hefir vafalaust verið í alla staði
heillavænlegra, bæði fyrir fangana sjálfa og fyrir þjóðfé-
lagið, en að geyma þá iðjulausa, lokaða inni í betrunar-
húsinu. Ég er B. Þ. sammála um það, að innlenda stefnan
hafi verið happadrýgri en hin erlenda, eins og landshátt-