Skírnir - 01.01.1927, Síða 186
Skírnir]
Refsivist á íslandi.
179
um þá var farið, og eins og fangarnir þá voru yfirleitt,
og saga betrunarhússins á Arnarhóli getur gefið oss bend-
ingu um það, þegar að því kemur að breyta því skipu-
lagi, sem nú er á fangelsismálum landsins, að ekki er ávalt
holt, að fylgja erlendum fyrirmyndum í blindni. Á stjórnar-
árum Ólafs Stefánssonar komst betrunarhúsið næst því sem
það átti að vera. Samt hefir enginn af stjórnendum betr-
unarhússins sætt meiri ámælum fyrir stjórn sína á því, en
hann. Hann hefir verið vændur um að hafa misbeitt valdi
sinu þar í eigin hagsmuna skyni. Bj. Þ. tekur máli Ólafs
stiftamtmanns drengilega og sýnir fram á það, að nefnd
sú, er skipuð var til að rannsaka embættisrekstur hans, og
skipuð var óvinum hans, sem sannarlega hlífðu honum ekki í
rannsókninni, gat ekki fundið neitt það á hendur honum i
þessu efni, er sakir gætu talizt.
Erlendu mennirnir, sem betrunarhúsinu stjórnuðu, Iitu
meira til erlendra fyrirmynda. Var þá minna hirt um vinnu
fanganna, en meira hugsað um að herða á aganum, og
varð þó venjulega ekki annað úr, en gagnslaus harðýðgi.
Fulltrúar þessarar stefnu eru þeir Levetzow, Trampe og
Castenschiold. Mistökum þeirra má það að miklu leyti
kenna, að betrunarhúsið kom ekki að meira gagni en raun
varð á, svo að menn að lokum sáu eigi annan kost en að
leggja það niður fyrir fullt og allt.
Á þessu tímabili gætti refsivistar utan betrunarhússins
á Arnarhóli líka nokkuð, bæði þannig, að íslenzkir saka-
menn voru sendir utan til hegningarhúsa í Danmörku, og
að menn sættu vatns- og brauðs refsingu hér á landi utan
betrunarhússins. Vatns- og brauðs refsingar hefi ég fyrst
séð getið hér á landi í kgsbr. 10. apríl 17391)- Þar var
manni nokkrum, sem dæmdur hafði verið til dauða fyrir
þriðja hórdómsbrot, gefin sú refsing eftir, en sæta skyldi
hann 8 daga fangelsi við vatn og brauð í staðinn. Mundu
það þykja góð kaup nú á tímum. Eftir þetta tíðkast það
1) Þsk. A. 107.
12*