Skírnir - 01.01.1927, Síða 187
180
Refsivist á Íslandi.
jSkirnir
iðulega, að ýmiskonar refsingum, svo sem lífláti,1) húðláti,2)
brennimarki,3) útlegð úr sýslu4) eða fjórðungi,5) ærumissi6)
og hegningarvinnu,7) er breytt með náðun í refsingu við
vatn og brauð. Vatns- og brauðsrefsingin fer því fyrst
að tíðkast hér á landi með þessari stjórnarfarsvenju. En
seinna verður hún lögboðin refsing. Með tilsk. 8. júní
1767,8) sem birt var hér samkv. cansellibr. 22. maí 1770,9)
var opinber aflausn i legorðsmálum afnumin, en í þess stað
skyldu sakapersónurnar sæta fangelsi við vatn og brauð í
8 daga, og mátti þó losna undan þeirri refsingu með fjár-
greiðslu. Þetta lagaboð stóð ekki lengi. Sýslumennirnir,
sem höfðu sakeyrinn á leigu, töldu sér iþyngt með þvú
og var þessum ákvæðum því breytt með kgsbr. 4. apr.
177210) á þann veg, að sakapersónurnar skyldu greiða dá-
litla sekt til betrunarhússins í staðinn. Seinna voru fleiri
Iagaboð sett, er lögðu vatns- og brauðsrefsingu við af-
brotum. Má þar til r.efna tilsk. 31. jan. 1794, um birkingu
búfénaðar,11) tilsk. 27. sept. 1799 um prentfrelsi12) og op.
br. 27. maí 1808 um varnir gegn næmum sjúkdómum.13)
Auk þess mun hafa verið litið svo á, að tilsk. dönsku um
afplánun fésekta með refsingu við vatn og brauð, hafi gilt
hér að einhverju leyti, t. d. tilsk. 6. des. 1743.14) Fyrir
þessu virðist vera gjört ráð í kgsbr. 25. júlí 1808 § 9,15)
1) Sbr. t. d. kgsbr. 10. apr. 1745, Lovs. f. Isl. II. bls. 548—549,
18. febr. 1773, Lovs. f. Isl. IV. bls. 3—4.
2) Sbr. t. d. kgsbr. 5. febr. 1745, Lovs. f. Isl. II. bls. 545—546.
3) Sbr. kgsbr. 22. apr. 1746, Lovs. f. Isl. II. bls. 562.
4) Sbr. kgsbr. 22. nóv. 1748, Lovs. f. Isl. II. bls. 742-743.
5) Sbr. kgsbr. 23. maí 1806, Lovs. f. Isl. VII. bls. 23.
6) Sbr. kgsbr. 3. júni 1803, Lovs. f. Isl. VI. bls. 628—629.
7) Sbr. kgsbr. 9. apr. 1784, Lovs. f. Isl. IV. bls. 699—700.
8) Lovs. f. Isl. III. bls. 592—594.
9) Lovs. f. Isl. III. bls. 679.
10) Lovs. f. Isl. III, bls. 748.
11) Lovs. f. Isl. VI. bls. 157-160.
12) Lovs. f. Isl. VI. bls. 386-397.
13) Lovs. f. Isl. VII. bls. 174—176.
14) Lovs. f. Isl. II. bls. 486—498,
15) Lovs. f. Isl. VII. bls. 199.