Skírnir - 01.01.1927, Page 188
Skírnir] Refsivist á íslandi. 181
þar sem mælt er svo fyrir, að eftirleiðis skuli menn af-
plána fésektir með vinnu, eftir tilvisun sýslumanns, í stað
þess að afplána þær með refsingu við vatn og brauð. Af
framkvæmd þessarar refsingar fara fáar sögur. Þegar sýsiu-
mennirnir báru sig upp undan kostnaðinum, sem tilsk. 8.
júní 1767 mundi baka sér, kom Thodal stiftamtmaður fram
með þá tillögu, að sakamennirnir yrðu látnir taka þessa
refsingu út með vinnu hjá sóknarprestunum við venjulegt
fæði, og segir hann, að sig gruni, að refsingin sé tekin út
hjá sýslumönnunum eitthvað svipað þessu, enda sé brauð
ekki almennur matur hér á landi.1) Mun þetta vera sönnu
nær. Þessi tillaga Thodals var þó ekki tekin til greina. í
þessu sambandi má geta þess, að það kom stöku sinnum
fyrir, að konungur náðaði menn frá refsingum gegn því, að
þeir ynnu einhverja nytsama vinnu, t. d. ryddu veg eða
hlæðu sjóvarnargarð2.) Þessi náðunaraðferð mun óvíða
hafa tíðkazt annarsstaðar, og er hún verð þess að athugað
sé hvort eigi væri rétt að beita henni jafnvel nú á tímum.
Um tvö tímabilin síðustu í sögu refsivistarinnar hér á
landi skal ég eigi fjölyrða. Þegar betrunarhúsið á Arnar-
hóli var lagt niður, var stigið stórt spor aftur á bak í refsi-
málum vorum. Hýðingar urðu aðalrefsingin. Fáar refs-
ingar hafa ómannúðlegri verið. í almenningsálitinu var
hýðingin svívirðilegasta refsingin sem til var, og sá blettur,
sem hún setti á sakamanninn, toldi við hann æfilangt. Var
það óhæfilega þung refsing fyrir smávægileg afbrot. Með
hegningarlögunum frá 25. júní 1869 varð refsivistin aðal-
refsingin, og þau eru enn í gildi. Tilhögun refsivistar samkv.
þeim er sniðin algjörlega eftir dönskum fyrirmyndum. Er
það hvorttveggja, að sú tilhögun hefir aldrei átt allskostar
vel við hér á landi, og auk þess er hún nú löngu orðin
úrelt. Hefir og í framkvæmdinni verið vikið frá henni að
ýmsu leyti. Bj. Þ. lýsir því ítarlega, hvernig refsivistinni
hefir verið beitt hér, síðan hegningarlögin voru sett, og
1) Bréf 10. sept. 1771. Brb. st.amtm. XIV. bls. 80.
2) Sjá kgsbr. 26. marz 1753, Lovs. f. Isl. III. bls. 160—161,
kgsbr. 17. febr. 1769, Lovs. f. Isl. III. bls. 627-628.