Skírnir - 01.01.1927, Page 190
Ferill Passíusálmahandrits
síra Hallgríms Péturssonar.
Það er kunnugt, að Passíusálmar síra Hallgríms Péturs-
sonar eru varðveittir í eiginhandarriti skáldsins í handrita-
söfnum landsbókasafnsins (JS. 337, 4to.). Þetta má sýna með
dæmum af handbragði skáldsins og rithendi annarstaðar að,
svo að ekki munu framar verða brigður á bornar.
Það er enn fremur kunnugt að nokkuru leyti, hvað
drifið hefir á daga þessa handrits, hver ferill þess sé eða
hverjir átt hafa það mestan tímann, frá því að skáldið lét
það frá sér fara, til þess er það komst í örugga höfn.
Að eins um nokkurn tíma, tímabilið 1785—1856, hefir
hvílt móða yfir sögu handritsins, svo að menn virðast ekki
hafa vitað gerla feril þess þann tíma, eða hvar það hafi
þá verið niður komið. Það hafa menn vitað, að 28. ágúst
1773 er handritið komið i eigu Hálfdanar rektors Einars-
sonar á Hólum, en 19. mars 1856 fær Jón Sigurðsson það
að gjöf frá Jóni ritstjóra Guðmundssyni.
Hvar hefir þá handritið leynzt eða legið tímann í milli
þess, að Hálfdan rektor andaðist (1785), þangað til það
komst í hendur Jóni Sigurðssyni? Að þessu hafa margir
spurt, þeir er sinnt hafa Passíusálmunum til rannsókna, en
enga úrlausn fengið eða fundið, þótt sjálfsagt hafi vand-
lega eftir leitað. Til marks uin það, að þetta muni enn
ókunnugt, skulu hér tilfærð ummæli úr vandaðri útgáfu af
Passíusálmunum, sem Finnur prófessor Jónsson sá um vegna
hins íslenzka fræðafélags (Kh. 1924); þar segir svo (í for-
mála, bls. IV): ». . . ekkert vita menn um, hvernig eða
hvaðan Jón ritstjóri fekk handritið.«