Skírnir - 01.01.1927, Page 193
186
Ferill Passiusálmahandrils síra Hallgr. Péturssonar. |Skirnir
mér býðst; eg þykist svo íjandi hróðugur af á eftir, ef eg
hefi náð i eitthvað'), hvernig sem það er. Þetta verðurðu
nú að fyrirgefa. Eg sendi þér nú ekki mikið í þetta sinn
— af eldri skræðum eina Passiusálma, en þó ungir séu,
þá hefir ekki þessi útgáfa fyrr borið fyrir mig.2 3) Eftirmál-
inn fyrir henni lofar ekki góðu um, að handritið það í vet-
ur:i) sé ekta, ef mig minnir rjett eftir ártalinu hjá Mag.
Hálfdani Einarssyni á handritinu.4) Þó segir Jón Jóhannes-
son í Leirárgörðum, að hann hafi heyrt þau systkin, Magnús
Stephensen og Ragnheiði á Leirá, segja fortakslaust um
þetta handrit, að það væri ekta, og hefði Ólafur stiftamt-
maður heldur eignazt það að norðan, heldur en hitt, að
það hefði borizt til hans úr Einarsness-ættinni, en hitt
þykist Jón muna með vissu, að bæði hafi fullyrt, að það
væri ekta; hann þykist hafa fengið það að gjöf1) frá Jónasi
á Leirá eftir dauða Ragnheiðar og átt það sem annan dýr-
grip, þar til hann seldi mér í fyrra«.
í þessu bréfi er þá gátan ráðin. Þeir, sem við sög-
una koma, samkvæmt bréfinu, eru Ólafur stiftamtmaður
Stefánsson, börn hans, Magnús justitíarius og Ragnheiður
(d. 1826), maður Ragnheiðar, Jónas sýslumaður Scheving
á Leirá (d. 1831), og loks Jón Jóhannesson i Leirárgörð-
um, sá er seldi Jóni Guðmundssyni handritið. Jón þessi
er nokkuð kunnur maður. Hann fæddist 1787, gerðist hand-
genginn Leirárfólki, nam bókband og vann að því í bóka-
gerð Magnúsar Stephensens og alla tið síðan, enda var hann
löngum kenndur við þá iðju. Árið 1811 setti hann bú í Leir-
árgörðum og bjó þar síðan til dauðadags (30. maí 1862).
Jón bókbindari var fróðleiksmaður nokkur, talsvert hag-
mæltur (eftir hann eru prentuð Leiðarljóð, Viðeyjarklaustri
1842), manna hagastur á hendur og fekk jafnan almenn-
1) Auðkennt í bréfinu sjálfu.
2) Þetta hefir þá augljóslega verið prentað eintak.
3) Eftir þessu ætti þá Jón Guðmundsson i rauninni ekki að
hafa sent frá sér handritið fyrr en veturinn 1855—6.
4) Ekki er gott að vita, hvað átt er við með þessu; engin út-
gáfa af Passiusálmunum br>>tur hág við minnisgrein Hálfdanar rektors
i handritinu. Verið gæti, að hér sé um útg. Passíusálmanna 1780 að
ræða og að eftirmálinn þar hafi eitthvað ruglað bréfshöfundinn.