Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 194
Skirnir] Ferill Passiusálmahandrits sira Hallgr. Péíurssonar. 187
ingsorð. Má því vel ætla, að það sé rétt, sem hann segir
um heimildir sínar að handritinu, þó að Jón Guðmunds-
son sé bersýnilega hálfvegis í efa um það. En óneitan-
lega væri það talsvert sögulegra, að þessi gersemi, Passíu-
sálmarnir, hefðu sætt svipuðum kjörum sem ýmis hin helztu
listaverk og dýrgripir heimsins, að hafa orðið um tíma að
bráð gráðugum mönnum. Óvandaðir blaðamenn mundu
vafalaust fljótt hafa blásið upp þá kafla í bréfum Jóns
Guðmundssonar, sem heldur mæla í þá átt, og samið þátt
um stuld handritsins, með gleiðum fyrirsögnum. En það er
hvort tveggja, að ekki myndi það koma heim við það orð,
sem fór af Jóni bókbindara um vandaða breytni, og að
ekki mun hafa dregið hann mjög andvirðið, er hann hlaut
fyrir handritið. Hitt er vel til, eftir þvi sem vér vitum
um Jón, að hann hafi kunnað nokkur deili á og unnað
fornum minjum, og er hann hafi falazt eftir handritinu að
Jónasi sýslumanni Scheving, þá hafi það verið auðsókt,
því að ekki fara sögur af því, að sýslumaður þessi hafi
verið geyminn á fróðleik né trúaður á bókagagn, enda var
hér um vinafólk að ræða.
Síra Hallgrímur Pétursson hefir sent vinum sínum eða
réttara að segja dætrum eða konum stuðningsmanna sinna
nokkurra eintök af þessum sálmum sínum í eiginhandarriti,
þau er vér vitum um, eftir að hann hafði lagt smiðshöggið
á þá, en áður en þeir voru prentaðir. Þessum kunna
menn af að segja:
1. Kristínu Jónsdóttur (prests frá Hítardal, Guðmunds-
sonar), konu Sigurðar lögmanns Jónssonar í Einarsnesi,
vafalaust fyrir vináttu sakir við mann hennar. Svo virðist
af bréfunum hér að framan sem Jóni ritstjóra Guðmunds-
syni hafi til hugar komið, að hér væri um þetta handrit
að ræða, er hann minnist á eintak, sem síra Hallgrímur hafi
gefið Einarsnessfólki. Má vera, að fyiir honum hafi vakað,
að Magnús amtmaður Gíslason á Leirá var mægður þeirri
ætt með þeim hætti, að Þórunn Guðmundsdóttir, kona hans,
var dóttir Guðmundar í Álptanesi, en hann var sonur Sig-
urðar lögmanns og Krislínar, en Sigríður, dóttir Magnúsar