Skírnir - 01.01.1927, Page 195
188 Ferill Passíusálmahandrits síra Hallgr. Péturssonar. [Skirnir
amtmanns og Þórunnar, átti Ólaf Stefánsson, er síðar varð
stiftamtmaður; þann veg mætti hugsa með Jóni Guðmunds-
syni, að Einarsness-handritið hafi borizt til Leirárfólks. En
þetta er alger miskilningur, sem brátt mun sýnt, og eins
hitt, er Jón talar um Einarsness-systur; þar ruglar hann
saman mágkonunum Kristínu í Einarsnesi og Helgu Árna-
dóttur í Hítardal (sjá 2). Er þetta bersýnilega sett í flýti,
eins og oft vill verða, er menn hraða af bréfum, því að
Jón var vel ættfróður, enda virðist hann og hverfa ofan
af þessu hvoru tveggja í síðasta bréfinu til Jóns Sigurðs-
sonar; taka og ummæli Jóns Jóhannessonar og handritið
sjálft þar skarið af.
2. Helgu Árnadóttur (lögmanns, Oddssonar), konu síra
Þórðar Jónssonar í Hítardal (bróður Kristínar í Einarsnesi),
hins ágæta fræðimanns. Hefir Helga notið að, vafalaust,
bæði föður síns og manns.
3. Ragnheiði Árnadóttur (lögréttumanns í Ytra-Hólmi,
Gíslasonar), konu síra Álfs Jónssonar í Kaldaðarnesi; var
handritið sent henni 1660. Hefir hún hjá skáldinu notið föður
síns, sem var rómað göfugmenni og hafði reynzt síra Hall-
grími prýðilega, sem mörgum öðrum mæðumönnum í raun-
um þeirra, og þá bezt, er mest reyndi á. Þetta eintak
var til enn um 1770—80 og þá í höndum fræðimannsins
síra Vigfúsar prófasts Jónssonar í Hítardal; sendi hann
Hálfdani rektor Einarssyni samanburð úr því, sem Hálfdan
getur um og notar aftan við útgáfu sína af Passíusálmun-
um 1780. Þann veg kemur oss enn að notum orðamunur
úr því handriti. Þess má geta, að Hálfdan rektor og síra
Vigfús í Hítardal (í æviágripi hans af síra Hallgrími) nefna
eiganda þess handrits í þeirri útgáfu Ragnhildi, en ella er
hún jafnan í ættartölubókum nefnd Ragnheiður.
4. Ragnheiði Brynjóifsdóttur (byskups, Sveinssonar)
sendi síra Hallgrímur handrit sitt í maí 1661. Mátti hann
vel með þessu minnast föður hennar, því að fáir höfðu
dugað honum betur, fyrr og síðar.
Það er nú lítill vafi á því, hvert af þessum handritum,
er nú voru talin, sé hér um að ræða og varðyeitt í JS.