Skírnir - 01.01.1927, Side 196
Skirnir] Ferili Passiusálmahandrits sira Hallgr. Péturssonar. 189
337, 4to. En til þess að gengið verði að þessu á einum
stað, skal það samt nú sýnt hér. Tvenn gögn eru það
einkum, sem sýna það, minnisgrein Hálfdanar rektors aft-
ast á handritinu sjálfu og Passíusálmaútgáfa á Hólum 1780,
er Hálfdan rektor sá um og oft hefir nefnd verið.
Aftan á handritið i JS. 337, 4to., hefir Hálfdan rektor
sett þessi orð, sem að nokkuru leyti eru algerlega i burtu
máð (hér að eins tekin orðrétt):
»Þetta eiginhandarrit síra [Hallgríms Péturssonar hefi]
eg undirskrifaður eignazt frá Jóni Bjarnarsyni í innra Hjarð-
ardal i Dýrafirði.
Hólum d. 28. Augusti 1773.
Hálfdan Einarsson.«
í Hólaútgáfu Passíusálmanna 1780 stendur enn frem-
ur i eftirmála, sem undirritaður er af Hálfdani rektor:
»Eg hefi haft það eftirlæti að eignast fyrir nokkurum
árum sjálft hið sama exemplar af þessum Passíusálmum,
ritað af sjálfum Auctore, er hann 1661, í Majo, sendi jung-
frú Ragnheiði Brynjólfsdóttur í Skálholt, og var framan við
það formáli prófastsins síra Jóns Jónssonar að Melum, eins
hann finnst hér að framan prentaður.«
í þessu sambandi má skjóta því hér inn, að það er
með öllu ómaklegt, eins og gert hefir verið í riti, að bregða
Hálfdani rektor Einarssyni um það, að hann hafi ekki lag-
fært lesmál sjálfra Passíusálmanna eftir handritinu og sett
þar inn rétt orð eftir því, heldur látið sér nægja að geta
um orðamuninn í eftirmálanum. Hálfdan rektor var einmitt
langt á undan sinum tima í útgáfum og notkun handrita,
og bera þvi útgáfur hans að því leyti langt af öðrum, fyr-
ir daga hans. Og sjálfur hefir hann í eftirmála Passíusálma
1780 gert grein fyrir því, hví hann hafi ekki lagfært les-
málið, heldur valið þessa leið. Segir hann, að hann hafi
ekki árætt að rugla menn í ríminu með nýbreytni frá því,
sem menn höfðu vanizt í öllum hinum fyrri útgáfum. Það
er kunnugt, hve fastheldnir menn voru í sálmum, ekki sízt