Skírnir - 01.01.1927, Síða 197
190
Ferill Passíusálmahandrits sira Hallgr. Péturssonar. [Skirnir
i Passíusálmunum. Þess voru dæmi um þá, að Björn byskup
Þorleifsson á Hólum hafði vikið við, lítils háttar, orðfæri á
einum stað, og hlaut það að Iaunum, að yfir hann rigndi
níðvísum. Miklu heldur ættu menn að kunna Hálfdani
rektor þakkir fyrir þessa alúð hans og natni að geyma
oss til handa með þessum hætti orðamun úr tveim hand-
ritum að þessu merka riti. Og nær væri hitt að halda, að
með því að búa menn svo undir með útgáfunni 1780,
myndi Hálfdan rektor hafa talið sér auðsóktara að koma að
lagfæringunum í sjálfu lesmálinu í nýrri útgáfu, ef honum
hefði orðið auðið að sjá um hana.
Svo að vikið sé aftur að efninu, þá eru það þessir
tveir staðir, sem taka af öll tvímæli um það, að það er
eintak Ragnheiðar Brynjólfsdóttur, sem nú er varðveitt í
JS. 337, 4to., þó að horfin sé þaðan tileinkun sú, sem eft-
ir orðum Hálfdanar rektors hlýtur að hafa verið framan við
ritið, vafalaust á sérstöku blaði, og þó að formáli síra Jóns
á Melum sé þar nú eigi lengur heldur með, sem þó var
framan við, er Hálfdan rektor fekk það; má vera, að þá
einmitt hafi hann orðið viðskila, vegna prentunarinnar. —
Þess má geta hér við, að til er þó í handriti tileinkun
þessi eða ávarpsorð til Ragnheiðar byskupsdóttur; er þetta
varðveitt með hendi Hálfdanar rektors í JS. 272, 4to., og
hljóðar svo (orðrétt);
»Erusamri, guðhræddri og velsiðugri jómfrú Ragnheiði
Brynjólfsdóttur að Skálholti sendir þetta sálmakver til eins
góðs kynningarmerkis í Christi kærleika
Hallgrimur Pétursson pr[estur].
Anno 1661 in Majo.
Mikill er munur heims og himins;
sá má heimi neita, sem himins vill leita.«
Þess má loks geta í þessu sambandi, sem vart mun kunnugt,
að í sama handriti (JS. 272, 4to.) er varðveitt (komið og
frá Hálfdani rektor) eftirrit af æviágripi síra Hallgríms eftir
Pál lögmann Vídalín, úr hinu glataða riti hans, Recensus