Skírnir - 01.01.1927, Síða 198
Skirnir] Ferill Passíusálmahandrits síra Hallgr. Péturssonar. 191
scriptorum et poétarum Islandorum hujus et superioris
seculi.
Segja má loks, að minnisgrein Hálfdanar rektors á
sjálfu handritinu feli í sér þriðju sönnunina, með því að ef
dýpra er hugað og grafið fyrir rætur, bendir hún til þess,
að handritið hafi verið ættargripur. Skal þetta nú skýrt
nokkuru gjörr.
Ragnheiður, dóttir Brynjólfs byskups, andaðist 1663,
með þeim atburðum, sem flestum eru kunnir. Halldór, son-
ur byskups, andaðist í Englandi 1666, og Þórður Daðason,
dóttursonur hans (sonur Ragnheiðar), sem Brynjólfur byskup
hafði leitt í ætt og arf eftir sig, andaðist árið 1673. Voru
þá engir lífs niðja byskups. Gerði byskup arfleiðslugerning
5. ágúst 1673 (varðveittur í bréfabók byskups í AM. 280,
fol., eftirrit í Lbs. 1089, 4to., bls. 429—34); var hann stað-
festur af konungi 2. mai 1674 (er og í bréfabók byskups
í AM. 281, fol., eftirrit í Lbs. 1090, 4to., bls. 323—31), en
allt var þetta birt á alþingi 1675. Setti byskup þar bróður-
son sinn og svila, síra Torfa Jónsson í Gaulverjabæ, til
höfuðerfingja sins (að aflafé sínu). Syni Jóhanns Bessa-
staðafógeta Péturssonar Klein, sem þá var kornungur, gaf
hann hið útlenda bókasafn sitt; var það geysimikið, eftir
því sem þá gerðist; var af lærðum og skynbærum mönn-
um samtímis metið, að kostað myndi eigi hafa minna en
1000 ríkisdala, og nemur það að verðlagi þeirrar tíðar
250 kýrverða. En íslenzkar bækur, er hann átti, hvort
heldur prentaðar eða handrit, gaf hann til helmingaskipta
Helgu frændkonu sinni í Bræðratungu Magnúsdóttur (lög-
manns, Björnssonar) og Sigríði mágkonu sinni Halldórs-
dóttur, konu síra Torfa Jónssonar í Gaulverjabæ (sbr. Jón
Halldórsson: Byskupasögur, I. bls. 300).
Nú er ekki annað sennilegra en að síra Torfa og konu
hans, jafnnákomin sem þau voru Brynjólfi byskupi og því
fólki, hafi verið annt um að eignast þenna minjagrip, Passíu-
sálmahandritið; það má og þykja nálega víst, að það hafi
einmitt lent í þeirra höndum, þegar þess er gætt, að hand-
ritið kemur síðar fram hjá niðjum þeirra; síra Jón, sonur