Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 199
192
Ferill Passiusálmahandrits sira Hallgr, Péturssonar. [Skirnir
þeirra, á Breiðabólstað í Fljótshlíð (d. 1716) var faðir Bjarn-
ar á Núpi í Dýrafirði, föður Jóns í Hjarðardal innra, þess
er lét handritið af höndum við Hálfdan rektor.
Það mætti taka til athugunar, hvernig Ólafur stift-
amtmaður Stefánsson hefði fengið handritið að norðan, og
getur það vitanlega hafa orðið með ýmsum hætti. Vart
myndi þó t. d. Hálfdan rektor sjálfur hafa viljað láta af
höndum slíkan kjörgrip. Halldór konrektor Hjálmarsson,
sem verið hafði skrifari Ólafs stiftamtmanns, meðan hann
var amtmaður og sagt til börnum hans (sbr. Tímarit bmf.
IX. bls. 200), var lengi kennari á Hólum, með Hálfdani
rektor, og settur rektor þar (1785—9), eftir dauða Hálfdan-
ar; hann var hinn mesti hirðumaður um öll skjöl og bæk-
ur á stólnum og eins um plögg þau, er Hálfdan rektor Iét
eftir sig, og bera söfn vor hans enn minjar að þessu leyti.
Það mætti ef til vill láta sér til hugar koma, að hann hefði
beitt milligöngu sinni til þess að útvega Ólafi stiftamt-
manni handritið. Hitt væri þó heldur líklegra, að það hefði
komizt í hendur stiftamtmanni frá niðjum Hálfdanar rektors,
eJa þó einkum einkadóttur hans, Ingibjörgu, sem einmitt
var gift systursyni stiftamtmanns, Magnúsi klausturhaldara
Þórarinssyni á Munkaþverá (syni Þórarins sýslumanns Jóns-
sonar á Grund og Sigríðar Stefánsdóttur). Má hér hver
geta þess til, er líklegast þykir, og má þó segja, að gagns-
laust sé að leiða getum um það.
Eftir því sem nú hefir verið rakið, má þá kalla, að
engar gloppur séu framar í sögu handritsins. Vér vitum
nú um alla eigendur þess, og hafa þeir verið þessir:
Ragnheiður Brynjólfsdóttir (og Brynjólfur byskup, faðir
hennar),
Sigríður Halldórsdóttir (eða síra Torfi Jónsson maður
hennar),
síra Jón Torfason á Breiðabólstað,
Björn Jónsson á Núpi í Dýrafirði,
Jón Bjarnarson í Hjarðardal innra í Dýrafirði,
Hálfdan rektor Einarsson,
Ólafur stiftamtmaður Stefánsson,