Skírnir - 01.01.1927, Síða 201
194 Ferill Passiusálmahandrits síra Hallgr. Péturssonar. [Skírnir
hendi hans, heldur frumleg, þ. e. með eiginhendi síra Hall-
gríms sjálfs. Er svipurinn allsterkur, ekki með sjálfri fyrir-
sögninni, heldur ef borið er saman við sjálft lesmálið innan
bókar á víð og dreif, þegar þess er jafnframt gætt, að all-
títt er um þessar mundir, að menn breyta nokkuð hand-
lagi sínu, er menn rita útlendar tungur. Hitt veldur þó
mestu, að blekið er bersýnilega hið sama og hefir fölnað
að öllu til jafns við hinn hluta titilblaðsins og meginhluta
handritsins að öðru leyti.
í sjálfu sér er þetta atriði ekki mikilsvert. En þó að í
litlu sé, veltur nokkuð á því um annað merkara efni, en
það er, hvort síra Hallgrími hafi þá verið kunn orðin, er
hann orkti Passiusálmana, ljóð þess manns, sem um þær
mundir eða fáum árum fyrr varð frægast sálmaskáld með
Þjóðverjum þeirra daga; er hér átt við Pál Gerhardt, því
að til eru þessi orð, einkunnarorðin á titilblaði Passíusálm-
anna, einmitt í einum sálmi eftir hann (sbr. Sálmar og
kvæði eftir Hallgrím Pétursson, I. Rv. 1887, formálann eftir
Dr. Grím Tomsen, bls. IX; Almanak h. ísl. þjóðvinafél. 1914,
bls. 52). Þar með er engan veginn sagt, að Páll Gerhardt
hafi að öðru leyti haft áhrif á sjálfa Passíusálma síra Hall-
gríms, enda taka fyrir það þeir rithöfundar, sem rannsakað
hafa það efni (sbr. Hallgrímur Péturssons Passionssalmer
eftir Árna Möller, Kh. 1922, bls. 106).
Páll Eggert Ólason.