Skírnir - 01.01.1927, Síða 203
196
Georg Brandes.
[Skírnir
urfræði 5 árum síðar, sömuleiðis með ágætiseinkunn. Hann
virðist hafa náð fremur seint fullum líkamsþroska, en var
óvenjulega bráðger andlega, svo að kennurum hans þótti
undrum sæta. Hann las ókjörin öll þegar á unga aldri og
svalg í sig fræði bæði forn og ný, enda háði hann á þeim
árum harða og sára andlega baráttu, meðan andlegir straum-
ar frá öllum öldum og úr öllum áttum brutust um í sál
hans og lífsskoðanir hans voru að myndast og festast.
Hins vegar virðist hann ekki hafa orðið að þola neinar
þjáningar af þeirri þungu baráttu, sem flestir ungir menn
verða að þreyta gegn líkamlegum ástriðum. Þær létu hann
í friði, þangað til hann var orðinn fullharðnaður karlmaður.
Fyrsta rit hans kom út. 1866, og var það hvasst ádeilu-
rit gegn heimspekiskenningum Rasmus Nielsens, sem þá
var prófessor við háskólann og gert hafði fánýtar tilraun-
ir, sem nú eru fyrir löngu gleymdar, til þess að samræma
vísindi og trú. Var þetta hin fyrsta ritdeila Brandesar, en
ekki hin síðasta. Á næstu árum ritaði hann margt í blöð
og tímarit og birti hann þær ritgerðir nokkru síðar í bók-
arformi, (»Kritiker og Portræter« 1870). Sama ár vann hann
sér doktorsnafnbót fyrir ritgerð um H. Taine, sem hann
alla ævi virti og elskaði meira en flesta aðra rithöfunda,
þó að hann þegar á unga aldri væri miklu sjálfstæðari en
svo, að hann gæti aðhyllzt allar skoðanir hans skilyrðis-
laust. í þessum ritum Brandesar birtust þegar hin fátíðu og
fjölbreyttu einkenni snillingsins, sem þó áttu enn eftir að
þroskast og fullkomnast: einstakur hæfileiki til þess að afla
sér margháttaðrar þekkingar og neyta hennar — óvenju-
legur næmleiki fyrir áhrifum, en um Ieið óvenjulega harð-
skeytt andúð gegn öllum þeim andlegu fyrirbrigðum, sem
hann var fráhverfur eða taldi skaðleg, — Ieiftrandi fjörtök
og undursamlegir töfrar stílsins, þar sem hvert orð var
óvelkt og ófalsað, hver málsgrein ljós og gagnsæ, — snar-
ráð og illvíg orðheppni í ritdeilum, — eirðarlaus órói sál-
arlífsins og hlífðarlaus bersögli, hver sem í hlut átti og
hvaða málefni, sem um var rætt, og loks fyrirlitningin, hin