Skírnir - 01.01.1927, Page 206
Skírnir]
Georg Brandes.
199
þangað til um 1870. Bröchner svaraði, að þetta viðfangs-
efni væri lítilsvert og að Brandes ætti að færast miklu
meira í fang. Brandes tók þessa mótbáru til greina og
nokkru siðar kom hann enn á fund Bröchners og kvaðst
nú hafa afráðið að halda fyrirlestra um meginstrauma
í bókmenntum stórþjóðanna á fyrri hluta 19. aldar. Það
verkefni taldi Bröchner samboðið gáfum hans og þekkingu.
Það er til marks um sjálfstraust og áræði Brandesar,
að hann réðst í þetta stórvirki undirbúningslaust að öðru
leyti en því, að hann var vitanlega geysi-víðlesinn í bók-
menntum álfunnar. Hann ætlaði sér að halda hinn
fyrsta fyrirlestur í byrjun nóvembermánaðar og notaði
hann tímann þangað til til þess að gjöra áætlun um ritið í
heild sinni og ná yfirliti yfir hið mikla verkefni. En hina
fyrstu fyrirlestra samdi hann á sömu sex vikunum, sem
hann flutti þá, nóv.—des. 1871. Þessa fyrirlestra (»Emi-
grantlitteraturen«) gaf hann siðan út í byrjun næsta árs,
og ber ritið þess vitanlega ýmsar menjar, að hann hafði
ekki .haft nægan tíma til undirbúnings. Hann hafði orðið
að hraðlesa höfunda þá, sem fyrirlestrarnir fjölluðu um
og í mörgum greinum studdist hann mjög við rit útlendra
bókmenntafræðinga, einkum Hettner’s og Sainte Beuve’s.
Þetta hefir Brandes líka margsinnis viðurkennt og í næstu
útgáfu ritsins (1877) leiðrétti hann ýmsar villur og missagnir.
En þrátt fyrir nokkur missmíði réðu þessir fyrirlestrar alda-
hvörfum í bókmenntasögu Norðurlanda. Brandes varð á
einni svipstundu frægur um öll Norðurlönd og Þýzkaland.
Öllum var ljóst, að nýr höfðingi var kominn til sögunnar,
sem barðist til valda í bókmenntaríki Norðurlanda. Og
engum gat dulizt, að hann var frábærlega vel vopnum
búinn. Öllum varð starsýnt á hann, því að lærdómur hans,
ritsnilld og eldur sannfæringarinnar kom mönnum í fyrstu
gersamlega á óvart. En því er ekki að leyna, að flestum
stóð stuggur af honum, er þeir höfðu áttað sig nokkuð,
og innan stundar hófst áköf, óbilgjörn og þrálát ofsókn
gegn honum, sem hélzt um marga áratugi og enn eimir
talsvert eftir af, þó að nú sé hann dauður.