Skírnir - 01.01.1927, Page 208
Skírnir]
Georg tírandes.
201
yður kynni að verða eitthvað til ásteytingar í þeim efn-
um. Ég tel það skyldu mína og sæmd, að vera hollur þeim
hugsjónum, sem ég fylgi, — trúnni á rétt frjálsrar rann-
sóknar og á sigur frjálsrar hugsunar að lokum«. Hann
íninnist því næst á verkefni sitt, sem sé það, að lýsa þeim
afturhaldshreyfingum, sem risið hafi gegn bókmenntum 18.
aldar, og hvernig og hvers vegna þær hreyfingar hafi verið
gersigraðar og lognazt út af eftir nokkurn tíma. Nokkru
síðar kemst hann svo að orði:
»Ef bókmenntir einhverrar þjóðar eru fullkomnar, þá
geyma þær sögu þeirra skoðana og tilfinninga, sem þjóð-
in hefur alið. Hinar miklu bókmenntir, t. d. bókmenntir
Englands og Frakklands, geyma ærin sönnunargögn um
það, hvað menn hafa hugsað og hvernig tilfinningalífi ensku
og frönsku þjóðarinnar hefur verið varið á hverju sögu-
legu tímabili. Bókmenntir annara þjóða, eins og t. d. Þjóð-
verja, sem heita má, að hefjist fyrst um miðja 18. öld, eru
miklu síður lærdómsríkar vegna þess, hvað þær ná skammt.
Enn þá meiri brögð eru að þessu um svo síðbornar bók-
menntir sem hinar dönsku. Það er ógerlegt að kynnast
öllu tilfinningalífi hinnar dönsku þjóðar í bókmenntum
hennar, — eyðurnar í þeim eru fleiri en svo. Það eru löng
tímabil í bókmenntasögu vorri, sem ekki hafa látið eftir
sig neinar skáldlegar eða sálfræðilegar menjar, svo að
heita megi. Ef menn hafa hugsað og fundið til á slíkum
tímabilum, þá er öllum ókunnugt um það nú. En þar að
auki hefur það verið ógæfa vors litla og afskekkta föður-
lands, að hér hefur aldrei sprottið upp nein mikilsverð
andleg hreyfing, sem borizt hafi til annara Evrópu-landa.
Vér höfum aldrei verið valdir að neinum verulegum breyt-
ingum; — breytingar, sem annarsstaðar hafa gerzt, hafa bor-
izt hingað stundum og stundum ekki. T. d. komu hug-
sjónir siðaskiftanna til vor frá Þýzkalandi, hugsjónir hinn-
ar miklu byltingar frá Frakklandi. Bókmenntir vorar eru
eins og lítil kapella í stórri kirkju; þar er að vísu altari,
en það er ekki höfuðaltarið. Hér er því svo mál með vexti,
að við vitum ekkert um hugsanir manna og tilfinningar á